Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 30
Tímarit Mdls og menningar
Laufið grxnt
Erlendur Jónsson bókmenntafræðingur sendi frá sér bókina Laufið gr&nt
árið 1984. Þetta er frumraun hans á sviði unglingabóka. Atburðarás er á
þessa leið: Ingimundur er 11 ára. Móðir hans er þrítug og fráskilin. Þau búa
í vesturbænum. Faðirinn er giftur og býr í Svíþjóð. Mamman er í tygjum við
Hallvarð Austmann iðnaðarráðherra, sem gefur Ingimundi bækur um
krakka í Ungverjalandi og Rúmeníu, (hann virðist því tengjast vissum
stjórnmálaflokki). Einstæðar mæður þurfa að bjarga sér og mamma Ingi-
mundar er meira að segja farin að „vinna á nóttunni“ eins og konan í næsta
húsi kemst svo ísmeygilega að orði. Enda fær hún sér mokkakápu, glænýjan
ísskáp, uppþvottavél og hyggur á sólarlandaferð. Þá sendir hún strákinn í
sveit að Reyninesi.
Kynni Ingimundar af Reyninesi eru hálf nöturleg. Kuldaleg hjón, sem
vart má yrða á, hrossakjöt umlukið heiðgulri fitu á borðum, en sem betur
fer er þarna annar strákur, Baldur. Þeir bardúsa ýmislegt, lenda í ævintýr-
um, m. a. er Ingimundur grýttur.
Húsfreyjan er gegnsýrð af soralegum hugsunarhætti. Hún skipar Munda
að horfa á Kastljós þegar Hallvarður iðnaðarráðherra birtist þar og fylgist
áköf með viðbrögðum hans. Dag einn kemur Eggert, þingmaður sveitarinn-
ar, í heimsókn og Ingimundur heyrir þegar hann spyr hjónin um hann.
„Nú, er hann sonur hennar? Síðan var mikið hlegið." (57) Þá er orðið
nokkuð ljóst í hvaða áliti móðir hans er.
Þá eru svipmyndir af bindindismóti í Teigaskógi, uppákomur, drykkja,
slagsmál með hnífum, kelerí. Sum sé nokkuð raunsæ lýsing.
Enn er húsfreyja að angra Munda á sambandi móður hans og ráðherrans.
„Sefur hann stundum hjá mömmu þinni?“ spyr hún (76). Þá er mælirinn
fullur og Ingimundur ákveður að strjúka. Hann fær far með tveimur fullum
strákum á amerískum dreka. Þeir lenda í eltingaleik við lögguna og fela sig.
Mundi verður hræddur við haglabyssuna þeirra, flýr og kemst í bæinn með
öðrum bíl. Hann fær inni hjá góðhjörtuðum nágrönnum, einu mann-
eskjunum í sögunni liggur mér við að segja, og þar má hann dvelja á meðan
mamma hans er, sennilega með Hallvarði, í útlöndum.
Og Ingimundur tekur skyndilega út mikinn þroska og lítur raunsæjum
augum á samband mömmu sinnar og Hallvarðar. „Við því væri ekkert að
gera. Ef því yrði slett framan í mig á götunni eða í skólanum yrði ég bara að
taka því. Mamma átti með sig sjálf. Og ég átti líka með mig sjálfur." (92) Og
hinn 11 ára drengur hefur öðlast mikla víðsýni: „Aðeins eitt var víst: Eg gat
engu breytt um það sem liðið var. Hins vegar átti ég að geta lagað í hendi
mér hitt sem ókomið væri.“ (93)
292