Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar fengið mun meiri umfjöllun en Laufið grænt. Ofurlítil kynning er þó nauðsynleg til samanburðar. Palli er 8 ára og býr með mömmu sinni í Breiðholti. Það er þröngt í búi hjá þeim eins og gefur að skilja. Hún fær pláss fyrir hann í sveit og bregst Palli glaður við. Hulda, húsfreyjan á Egilsá, er yndisleg (Akureyringur) og Pétur bóndi hennar ekki síðri. Þau eiga tvö börn, Kristínu og Magnús, og auk þeirra eru þarna tveir unglingar frá Félagsmálastofnun, Gummi og Pálína. Palla sárnar þegar hann kemst að því að hann fékk einnig pláss í gegnum Félagsmála- stofnun eins og „vandræðaunglingarnir". Egilsá er ekki rómantískt uppeldisheimili. Bústörfum er lýst raunsætt og fróðlega og hjónin eru í fjárhagskröggum. Palla líkar mjög vel þar og skilur ekkert í því að mamma hans skuli kunna betur við sig í borginni. Hann sinnir skepnunum og Hulda er einstaklega góð við hann og hvetjandi. Stærsta vandamálið er Gummi, sem aldrei er til friðs. Mamma Palla birtist skyndilega í sveitinni. Hún á von á barni og Gummi segir ýmislegt misjafnt um ógiftar konur sem verða ófrískar og þeim Palla lendir saman. Gummi hótar að drepa hann og fylgir því eftir með hníf, en Pétur skerst í leikinn. Sent er eftir félagsmálafulltrúa sem fjarlægir Gumma. Skömmu síðar halda Palli og mamma hans til borgarinnar eftir viðburða- ríkt sumar. Miklir erfiðleikar eru framundan því vinur móðurinnar lét sig hverfa þegar hún varð ófrísk og engrar hjálpar að vænta frá honum. Það er ansi mikið í þessa bók spunnið og persónusköpun athyglisverð. Þjóðfélagsmyndin er næsta trúverðug. Höfundur á ágætan fulltrúa í sögunni þar sem Hulda er. Hún er svo mikill félagsfræðingur í sér. Hún dæmir Gumma ekki alvondan, en vorkennir honum. Hann er föðurlaus og mamma hans er alkóhólisti sem klappar honum einn daginn og lemur hann hinn. „ „Það er ekki honum að kenna hvernig hann er,“ segir hún. „Ef einhver hefði einhvern tímann verið góður við hann væri hann ekki svona.“ “ (145) Pétur álítur Gumma einstakling sem þurfi strangt aðhald og aga, en Hulda bendir á ábyrgð samfélagsins: „ „Það erum við hin sem höfum gert hann að því sem hann er.“ “ (150—151) Það er ánægjulegt að sjá sjónarmið beggja reifuð án þess að annað sé predikað sérstaklega. Börnin geta þá sjálf dregið ályktanir af málflutningi hjónanna, en ályktunarhæfni er stórlega vanmetin í mötunarþjóðfélagi voru. Sumum kann að finnast lífið á Egilsá full væmið og einfaldað. Vissulega er mörgum tárum úthellt, en þar er borin virðing fyrir tilfinningum. Hlutgerv- ingin er lítil, börnin á bænum leika sér með leggi, spýtur og steina og það þarf ekki stórar gjafir til að gleðja þau. Mannleg hlýja er sett ofar en verð- 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.