Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar
Móðirin lýsir því hvernig samfélagið muni koma til móts við hana þegar
barnið fæðist. Fæðingarorlofið er aðeins 3 mánuðir og síðan þarf hún að
fara að vinna og koma barninu, svona kornungu, í pössun; ömurlegt til þess
að hugsa. Heimkoman til borgarinnar er í samræmi við þetta, alger and-
stæða við fegurð sveitarinnar: „Göturnar voru gráar, húsin voru grá, veðrið
var grátt." (140)
Kristinn G. Jóhannsson myndskreytti bókina. Þar er lítil persónusköpun
á ferðinni, t. a. m. er Palli yfirleitt aldrei eins á myndunum. Verstar þykja
mér þó neðanmálsgreinar sem slengt er undir þær. Fyrir utan ósamræmi
milli mynda og texta er þetta alger óþarfi, mötun. Myndirnar eiga að skýra
sig sjálfar.
Samanburbur
Nú er orðið nokkuð ljóst í hverju bækurnar eru frábrugðnar hvor annarri,
en það er gaman að velta því fyrir sér hvað þær eiga sameiginlegt. Fyrir utan
efnið: „Einstæðar mæður senda börn sín í sveit", er það fátt. Mér þótti
merkilegt að báðir strákarnir, 8 og 11 ára, höfðu bangsa með sér í sveitina.
Það á eflaust að tákna þörf þeirra fyrir athygli og hlýju, nokkuð sem þá
skortir óhjákvæmilega. Einnig tákn fyrir barnið sem býr í þeim. Þegar
Ingimundur drekkir sínum bangsa í lokin er hann að taka út þroska, kveðja
barndóminn.
Annað eiga þeir sameiginlegt. Ingimundur ælir hrossakjötinu og Palli ælir
kálfskjötinu. Þeir æla þó ekki af sömu ástæðu. Hrossakjötið er feitt og
hreinlega viðurstyggilegt, eins og flest á þeim miður góða bæ. Palli frétti
hins vegar af því að hann hefði verið að borða kálfinn sem var slátrað á
bænum, kálfinn sem hann hafði klappað fyrir nokkrum dögum. Hulda út-
skýrir fyrir honum þessa hlið sveitalífsins. Hvaða munur er á því að borða
dýr og kjöt? Jú, í sveitinni hættir manni til að borða „vini sína“.
Palli og Ingimundur lenda báðir í ævintýrum og jafnvel lífsháska. Það
tengist þeirri kröfu að barnabækur þurfi að vera skemmtilegar og spennandi
til að halda athygli lesenda.
Báðum höfundum tekst að koma þeim boðskap á framfæri að áfengi sé af
hinu illa, án þess að segja beinlínis: „Þú skalt ekki drekka.“ Omurlegar
afleiðingar áfengisdrykkju koma berlega í ljós, vandamál sem bitnar hvað
mest á börnunum.
Sameiginlegt eiga bækurnar nokkur ytri atvik, en helsti munur á þeim er
fólginn í þjóðfélagsmynd, persónum og frásagnarhætti. Til gamans má geta
að ég er með í höndunum bókina Grasaskeggur eftir Indriða Ulfsson. Hún
296