Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 38
Tímarit Máls og menningar
með þessi oddmjóu eyru og úfna hárbrúskinn á kollinum. En
Delphine lét ekki blekkjast. Hún hvíslaði um leið og hún þrýsti
höndina á þeirri litlu.
— Þetta er úlfurinn.
— Ulfurinn? sagði Marinette, er maður þá ekki hræddur?
— Jú, auðvitað.
Skjálfandi gripu telpurnar um hálsinn hvor á annarri og hvísluðust
á, og ljósu lokkarnir þeirra snertust. Ulfurinn varð að viðurkenna að
hann hefði ekki séð neitt eins fallegt allan þann tíma sem hann var
búinn að hlaupa um skóga og sléttur. Hann fylltist viðkvæmni.
— Hvað gengur eiginlega að mér? hugsaði hann, svei mér ef ég er
ekki farinn að kikna í hnjáliðunum!
Og hann hugsaði nógu lengi til að honum skildist að hann var
orðinn góður í sér, bara svona allt í einu. Svo góður og svo blíður, að
hann gæti aldrei framar borðað börn.
Ulfurinn hallaði undir flatt, til vinstri, eins og maður gerir þegar
maður er góður og sagði með sinni blíðustu röddu:
— Mér er kalt, og ég finn svo til í loppunni. En það sem skiptir
mestu máli er að ég er góður í mér. Ef þið vilduð opna fyrir mér gæti
ég komið inn og ornað mér við eldstóna og við gætum eytt deginum
saman.
Telpurnar horfðu dálítið undrandi hvor á aðra. Þær hafði aldrei
órað fyrir að úlfurinn gæti haft svona blíðlega rödd. Sú ljóshærðari
sem var strax hætt að vera tortryggin, veifaði vingjarnlega til úlfsins,
en Delphine lét ekki slá sig út af laginu svo auðveldlega.
— Farið þér, sagði hún, þér eruð úlfur.
— Þér skiljið, bætti Marinette brosandi við, að við viljum ekki
reka yður í burtu, en foreldrar okkar bönnuðu okkur að hleypa
neinum inn, hvort sem hann bæði blíðlega eða hótaði okkur.
Þá gaf úlfurinn frá sér langa stunu og oddmjóu eyrun hans löfðu
niður með höfðinu. Það mátti sjá að hann var hryggur.
— Sko, sagði hann, það eru sagðar margar sögur um úlfinn. Maður
á ekki að trúa öllu sem maður heyrir. Sannleikurinn er sá að ég er alls
ekkert vondur.
Hann gaf aftur frá sér langa stunu svo tárin þrýstust fram í augu
Marinette.
Telpunum fannst ekkert gaman að vita til þess að úlfinum væri kalt
300