Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 40
Tímarit Máls og menningar endanum tilleiðast. Delphine stefndi þegar í áttina að dyrunum. Hún sá sig um hönd, skellti upp úr og sagði við Marinette um leið og hún yppti öxlum: — Nei, heyrðu nú, þetta er tóm vitleysa. Heyrðu, Ulfur, ég var búin að gleyma Rauðhettu litlu. Við skulum spjalla smávegis um hana, er það ekki? Ulfurinn laut höfði af skömm. Hann hafði síst búist við þessu. Þær heyrðu hann dæsa fyrir utan gluggann. — Það er rétt, viðurkenndi hann, ég borðaði hana Rauðhettu litlu. En ég fullvissa ykkur um að ég er búinn að hafa hroðalegt samvisku- bit. Ef ég stæði aftur í sömu sporum . . . — Já, já, þetta segja allir. Ulfurinn barði sér á brjóst. Hann hafði djúpan, fallegan málróm. — Eg sver, að ég vildi frekar verða hungurmorða. — En þú borðaðir nú samt Rauðhettu litlu, andvarpaði sú ljós- hærðari. — Eg ætla ekkert að neita því, samsinnti úlfurinn. Ég borðaði hana, það er alveg satt. En það voru barnabrek. Það er svo langt síðan, finnst ykkur það ekki? Allar syndir fyrirgefast að lokum . . Og ef þið vissuð um allt sem ég hef mátt þola út af þessari stelpu! Hugsið ykkur, fólk gekk svo langt að halda því fram að ég hefði byrjað á að borða ömmuna, en það er barasta alls ekki satt . . . Þegar hér var komið sögu, byrjaði úlfurinn að hlæja, gegn vilja sínum og ábyggilega án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. Þvílíkt og annað eins! Að detta í hug að ég borðaði ömmu þegar ég gat fengið glænýja litla stúlku í hádegismat. Við minninguna um þessa fersku kjötmáltíð, gat úlfurinn ekki stillt sig um að sleikja oft útum með stóru tungunni sinni svo að skein í langar, oddhvassar tennurnar sem voru ekki sem best fallnar til að hughreysta telpurnar. — Ulfur! hrópaði Delphine upp yfir sig, þér eruð lygari! Ef þér væruð eins fullur iðrunar og þér haldið fram, mynduð þér ekki sleikja svona útum! Ulfurinn var mjög sneyptur yfir að hafa sleikt útum, en tilhugsun- in um bústna tátu sem bráðnaði undir tönn hafði vakið upp í honum sæta löngun. En honum fannst hann vera svo góður, svo falslaus, að hann vildi ekki fara að vantreysta sjálfum sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.