Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 41
Úlfurinn — Fyrirgefið mér, sagði hann, þetta er slæmur siður sem ég lærði af fjölskyldu minni, hann þýðir ekkert sérstakt. — Það er verst fyrir yður ef þér eruð illa uppalinn, lýsti Delphine yfir. — Ekki segja þetta, andvarpaði úlfurinn, ég sé svo eftir þessu. — Er það líka fjölskyldusiður að borða litlar telpur? Þér skiljið að þegar þér lofið að borða aldrei framar börn, þá er það álíka og Mari- nette lofaði að borða aldrei framar ís. Marinette roðnaði og úlfurinn reyndi að mótmæla: — En fyrst ég sver . . . — Tölum ekki meira um það og farið nú burt. Yður hitnar á hlaupunum. Þá varð úlfurinn reiður af því að þær vildu ekki trúa að hann væri góður. — Það er samt sem áður dálítið hart, hrópaði hann, að enginn skuli vilja hlusta á rödd sannleikans. Maður gæti fengið andstyggð á því að vera heiðarlegur. Eg held því fram að enginn hafi rétt til að drepa niður góðan vilja eins og þið gerið. Og ef ég borða einhvern tíma barn aftur, þá er það ykkur að kenna. Ekki var laust við að telpurnar fyndu til kvíða við þessi orð og tilhugsunina um ábyrgðina sem á þeim hvíldi og samviskubitið sem var kannski ekki svo langt undan. En eyru úlfsins blöktu svo oddmjó, augun skutu svo hörðum gneistum og vígtennurnar blöstu svo greinilega við þegar hann fitjaði upp á trýnið að þær stóðu stjarfar af ótta. Ulfurinn sá að hann myndi ekkert græða á hótunum. Hann baðst fyrirgefningar á hegðun sinni og reyndi að fara bónarveginn. A meðan hann talaði fylltist svipur hans blíðu, eyrun löfðu, trýnið sem hann þrýsti að rúðunni flattist út og skolturinn varð meinleysislegur eins og granir á kú. — Þú sérð alveg að hann er ekkert vondur, sagði litla ljóskan. — Kannski, svaraði Delphine, kannski. Þegar rödd úlfsins varð biðjandi, þoldi Marinette ekki lengur við og gekk að dyrunum. Delphine þreif skelfd í hárið á henni til að stöðva hana. Þær gáfu hvor annarri kinnhest. Ulfurinn titraði af örvæntingu fyrir utan gluggann og sagði að hann færi frekar en að verða orsök rifrildis milli tveggja fegurstu ljóshærðu telpnanna sem 303
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.