Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 41
Úlfurinn
— Fyrirgefið mér, sagði hann, þetta er slæmur siður sem ég lærði
af fjölskyldu minni, hann þýðir ekkert sérstakt.
— Það er verst fyrir yður ef þér eruð illa uppalinn, lýsti Delphine
yfir.
— Ekki segja þetta, andvarpaði úlfurinn, ég sé svo eftir þessu.
— Er það líka fjölskyldusiður að borða litlar telpur? Þér skiljið að
þegar þér lofið að borða aldrei framar börn, þá er það álíka og Mari-
nette lofaði að borða aldrei framar ís.
Marinette roðnaði og úlfurinn reyndi að mótmæla:
— En fyrst ég sver . . .
— Tölum ekki meira um það og farið nú burt. Yður hitnar á
hlaupunum.
Þá varð úlfurinn reiður af því að þær vildu ekki trúa að hann væri
góður.
— Það er samt sem áður dálítið hart, hrópaði hann, að enginn
skuli vilja hlusta á rödd sannleikans. Maður gæti fengið andstyggð á
því að vera heiðarlegur. Eg held því fram að enginn hafi rétt til að
drepa niður góðan vilja eins og þið gerið. Og ef ég borða einhvern
tíma barn aftur, þá er það ykkur að kenna.
Ekki var laust við að telpurnar fyndu til kvíða við þessi orð og
tilhugsunina um ábyrgðina sem á þeim hvíldi og samviskubitið sem
var kannski ekki svo langt undan. En eyru úlfsins blöktu svo
oddmjó, augun skutu svo hörðum gneistum og vígtennurnar blöstu
svo greinilega við þegar hann fitjaði upp á trýnið að þær stóðu
stjarfar af ótta.
Ulfurinn sá að hann myndi ekkert græða á hótunum. Hann baðst
fyrirgefningar á hegðun sinni og reyndi að fara bónarveginn. A
meðan hann talaði fylltist svipur hans blíðu, eyrun löfðu, trýnið sem
hann þrýsti að rúðunni flattist út og skolturinn varð meinleysislegur
eins og granir á kú.
— Þú sérð alveg að hann er ekkert vondur, sagði litla ljóskan.
— Kannski, svaraði Delphine, kannski.
Þegar rödd úlfsins varð biðjandi, þoldi Marinette ekki lengur við
og gekk að dyrunum. Delphine þreif skelfd í hárið á henni til að
stöðva hana. Þær gáfu hvor annarri kinnhest. Ulfurinn titraði af
örvæntingu fyrir utan gluggann og sagði að hann færi frekar en að
verða orsök rifrildis milli tveggja fegurstu ljóshærðu telpnanna sem
303