Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 43
Úlfurinn — Leik? sagði úlfurinn, ég kann bara enga leiki. A augabragði hafði hann lært leikina, Kalt og heitt, I grænni lautu, Slá á hendur og Fram, fram fylking. Hann söng með fallegri bassa- rödd vísurnar: „Olafur reið með björgum fram“ og „Siggi var úti“. I eldhúsinu heyrðist skarkali, stympingar, hróp, skellihlátrar og stólar ultu um koll. Vinirnir þrír voru ekkert feimnir hver við annan og þú- uðust eins og þau hefðu alltaf þekkst. — Þú varst að svindla, Ulfur! — Nei, það varst þú! þú varst að hreyfa þig, hún hreyfði sig . . . — Olfurinn er úr! Ulfurinn hafði aldrei hlegið eins mikið á ævinni. Hann hló þar til hann var næstum farinn úr kjálkaliðnum. — Eg hefði ekki trúað því að það gæti verið svona gaman að leika sér, sagði hann. En leiðinlegt að við skulum ekki geta leikið okkur svona á hverjum degi! — En Ulfur, svöruðu þær litlu, þú kemur aftur. Foreldrar okkar fara alltaf í burtu á fimmtudögum eftir hádegi. Þú skalt fylgjast með því þegar þau fara og koma svo og banka á gluggann eins og áðan. Að lokum fóru þau í hestaleik. Það var skemmtilegur leikur. Olfurinn var hesturinn, sú ljóshærðari settist klofvega upp á bakið á honum en Delphine hélt í skottið og stýrði eykinu á fullri ferð milli stólanna. Með tunguna lafandi og ginið gapandi upp að eyrum, gekk úlfurinn upp og niður af mæði eftir öll hlaupin og hlátrasköllin svo hann bað stundum um leyfi til að fá að hvíla sig. — Stikkfrí! sagði hann og gat varla náð andanum. Leyfið mér að hlæja . . . ég get ekki meira . . . Uff, nei, ég verð að fá að hlæja í friði! Þá fór Marinette af baki, Delphine sleppti skottinu á úlfinum og þau settust á gólfið og skellihlógu þar til þeim lá við köfnun. Gamanið tók enda um kvöldið þegar úlfurinn þurfti að fara að hugsa sér til hreyfings. Telpurnar voru gráti næst og sú ljóshærðari sárbað: — Vertu hjá okkur, Ulfur, við skulum leika okkur meira. Mamma og pabbi verða örugglega ekkert reið . . . — Uff, nei! sagði úlfurinn. Foreldrar eru alltof skynsamir. Þeir gætu aldrei skilið að úlfur gæti orðið góður. Láttu mig þekkja þá. — Já, samsinnti Delphine, það borgar sig ekki að tefja þig. Ég væri hrædd um að eitthvað kæmi fyrir þig. 305
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.