Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 43
Úlfurinn
— Leik? sagði úlfurinn, ég kann bara enga leiki.
A augabragði hafði hann lært leikina, Kalt og heitt, I grænni lautu,
Slá á hendur og Fram, fram fylking. Hann söng með fallegri bassa-
rödd vísurnar: „Olafur reið með björgum fram“ og „Siggi var úti“. I
eldhúsinu heyrðist skarkali, stympingar, hróp, skellihlátrar og stólar
ultu um koll. Vinirnir þrír voru ekkert feimnir hver við annan og þú-
uðust eins og þau hefðu alltaf þekkst.
— Þú varst að svindla, Ulfur!
— Nei, það varst þú! þú varst að hreyfa þig, hún hreyfði sig . . .
— Olfurinn er úr!
Ulfurinn hafði aldrei hlegið eins mikið á ævinni. Hann hló þar til
hann var næstum farinn úr kjálkaliðnum.
— Eg hefði ekki trúað því að það gæti verið svona gaman að leika
sér, sagði hann. En leiðinlegt að við skulum ekki geta leikið okkur
svona á hverjum degi!
— En Ulfur, svöruðu þær litlu, þú kemur aftur. Foreldrar okkar
fara alltaf í burtu á fimmtudögum eftir hádegi. Þú skalt fylgjast með
því þegar þau fara og koma svo og banka á gluggann eins og áðan.
Að lokum fóru þau í hestaleik. Það var skemmtilegur leikur.
Olfurinn var hesturinn, sú ljóshærðari settist klofvega upp á bakið á
honum en Delphine hélt í skottið og stýrði eykinu á fullri ferð milli
stólanna. Með tunguna lafandi og ginið gapandi upp að eyrum, gekk
úlfurinn upp og niður af mæði eftir öll hlaupin og hlátrasköllin svo
hann bað stundum um leyfi til að fá að hvíla sig.
— Stikkfrí! sagði hann og gat varla náð andanum. Leyfið mér að
hlæja . . . ég get ekki meira . . . Uff, nei, ég verð að fá að hlæja í friði!
Þá fór Marinette af baki, Delphine sleppti skottinu á úlfinum og
þau settust á gólfið og skellihlógu þar til þeim lá við köfnun.
Gamanið tók enda um kvöldið þegar úlfurinn þurfti að fara að
hugsa sér til hreyfings. Telpurnar voru gráti næst og sú ljóshærðari
sárbað:
— Vertu hjá okkur, Ulfur, við skulum leika okkur meira. Mamma
og pabbi verða örugglega ekkert reið . . .
— Uff, nei! sagði úlfurinn. Foreldrar eru alltof skynsamir. Þeir
gætu aldrei skilið að úlfur gæti orðið góður. Láttu mig þekkja þá.
— Já, samsinnti Delphine, það borgar sig ekki að tefja þig. Ég væri
hrædd um að eitthvað kæmi fyrir þig.
305