Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 44
Tímarit Máls og menningar
Vinirnir ákváðu að hittast næsta fimmtudag en áður en þau gátu
slitið sig hvert frá öðru skiptust þau á loforðum og blíðuhótum. Að
lokum, þegar sú ljóshærðari var búin að binda bláa slaufu um hálsinn
á úlfinum, hljóp hann út og hvarf inn í skóginn.
Honum var enn illt í særðu loppunni sinni, en þegar hann hugsaði
til næsta fimmtudags þegar hann gæti heimsótt litlu vinkonurnar
sínar aftur, fór hann að raula með sjálfum sér, án þess að skeyta um
hvað hrafnarnir urðu hneykslaðir þar sem þeir móktu í trjátopp-
unum:
Ólafur reið með björgum fram
— villir hann, stillir hann —
Þegar foreldrarnir komu aftur heim, hnusuðu þeir í eldhúsgætt-
inni.
— Það er eins og hér sé úlfaþefur, sögðu þau.
Telpunum fannst þær verða að ljúga og setja upp „ég er svo aldeilis
hissa“ svipinn, sem er alltaf notaður, þegar maður fær úlf í heimsókn
án þess að mamma og pabbi viti.
— Hvernig getið þið fundið lykt af úlfi? andmælti Delphine. Ef
úlfurinn hefði komist inn í eldhúsið, hefði hann gleypt okkur báðar.
— Já, auðvitað, samþykkti pabbi hennar, ég hafði ekki hugsað út í
það. Ulfurinn hefði étið ykkur.
En sú ljóshærðari, sem kunni ekki að ljúga tvisvar sinnum í röð,
varð hneyksluð á að nokkur skyldi dirfast að tala af þvílíkri ósvífni
um úlfinn.
— Það er ekki satt, sagði hún og stappaði niður fótunum. Ulfurinn
borðar ekki börn og það er heldur ekki satt að hann sé vondur. Sönn-
unin . . .
Til allrar hamingju sparkaði Delphine í fótlegginn á henni því ann-
ars hefði hún kjaftað frá og eyðilagt allt.
Nú héldu foreldrarnir langan fyrirlestur þar sem græðgi úlfsins var
efst á blaði. Móðirin var ekki lengi að grípa tækifærið og sagði,
ábyggilega í hundraðasta skiptið, ævintýrið um Rauðhettu litlu, en
Marinette stöðvaði hana strax í fyrstu setningu.
— Mamma, veistu, þetta er alls ekki eins og þú heldur. Ulfurinn
borðaði aldrei ömmuna. Ætlarðu að ímynda þér að hann færi að
306