Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 46
Tímarit Máls og menningar Úlfurinn var nefnilega ekki alltaf fullklæddur þegar hann ákvað að koma út úr skóginum. Hann gat átt það til að stökkva á fórnarlambið á skyrtunni einni saman eða jafnvel bara með hattinn á höfðinu. Foreldrarnir voru ekkert yfir sig hrifnir af leiknum. Sama við- kvæðið söng í eyrum þeirra daginn út og daginn inn. A þriðja degi bönnuðu þau leikinn undir því yfirskini að þau væru alveg að ærast. Auðvitað vildu þær litlu engan annan leik, svo húsið var þögult fram að stefnumótinu. Það hafði tekið úlfinn allan morguninn að snurfusa trýnið, fá gljáa á feldinn og lyftingu í hárkragann á hálsinum. Hann var svo fallegur að íbúar skógarins gengu fram hjá honum án þess að þekkja hann strax. Þegar hann kom út á sléttuna, sá hann tvær krákur sem góndu út í loftið eins og þær gera flestar eftir miðdegisverðinn. Þær spurðu hann af hverju hann væri svona fínn. — Ég er að fara að hitta vinkonur mínar, sagði úlfurinn drjúgur með sig. Ég á stefnumót við þær eftir hádegi. — Þær hljóta að vera mjög fallegar fyrst þú hefur snurfusað þig svona. — Það held ég nú, þær finnast ekki ljóshærðari á allri sléttunni. Krákurnar góndu nú á hann af aðdáun, en gamall skrækjandi skjór sem hafði hlustað á samtalið, gat ekki stillt sig um að reka upp hæðnishlátur. — Ég þekki ekki vinkonur þínar, úlfur, en ég er viss um að þú hefur haft vit á að velja þær vel bústnar og vel mjúkar . . . eða mér skjátlast hrapallega. — Þegi þú, heimska kjaftatífa! hrópaði úlfurinn í bræði. Svona fær úlfurinn slæmt orð á sig, það er hlustað á rógburð í gömlum skjó. Sem betur fer hlusía ég á rödd minnar eigin samvisku. Þegar úlfurinn kom að húsinu, þurfti hann ekki að banka í rúðuna; telpurnar biðu eftir honum í dyragættinni. Þau föðmuðust lengi og innilegar en í fyrra skiptið, því viku fjarvera hafði gert þau svo óþolinmóð. — Ó, Úlfur! sagði Marinette, húsið var svo tómlegt þessa viku. Við vorum alltaf að tala um þig. — Og veistu, Úlfur, þú hafðir rétt fyrir þér, pabbi og mamma vilja ekki trúa að þú getir verið góður. 308
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.