Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 46
Tímarit Máls og menningar
Úlfurinn var nefnilega ekki alltaf fullklæddur þegar hann ákvað að
koma út úr skóginum. Hann gat átt það til að stökkva á fórnarlambið
á skyrtunni einni saman eða jafnvel bara með hattinn á höfðinu.
Foreldrarnir voru ekkert yfir sig hrifnir af leiknum. Sama við-
kvæðið söng í eyrum þeirra daginn út og daginn inn. A þriðja degi
bönnuðu þau leikinn undir því yfirskini að þau væru alveg að ærast.
Auðvitað vildu þær litlu engan annan leik, svo húsið var þögult fram
að stefnumótinu.
Það hafði tekið úlfinn allan morguninn að snurfusa trýnið, fá gljáa
á feldinn og lyftingu í hárkragann á hálsinum. Hann var svo fallegur
að íbúar skógarins gengu fram hjá honum án þess að þekkja hann
strax.
Þegar hann kom út á sléttuna, sá hann tvær krákur sem góndu út í
loftið eins og þær gera flestar eftir miðdegisverðinn. Þær spurðu
hann af hverju hann væri svona fínn.
— Ég er að fara að hitta vinkonur mínar, sagði úlfurinn drjúgur
með sig. Ég á stefnumót við þær eftir hádegi.
— Þær hljóta að vera mjög fallegar fyrst þú hefur snurfusað þig
svona.
— Það held ég nú, þær finnast ekki ljóshærðari á allri sléttunni.
Krákurnar góndu nú á hann af aðdáun, en gamall skrækjandi skjór
sem hafði hlustað á samtalið, gat ekki stillt sig um að reka upp
hæðnishlátur.
— Ég þekki ekki vinkonur þínar, úlfur, en ég er viss um að þú
hefur haft vit á að velja þær vel bústnar og vel mjúkar . . . eða mér
skjátlast hrapallega.
— Þegi þú, heimska kjaftatífa! hrópaði úlfurinn í bræði. Svona fær
úlfurinn slæmt orð á sig, það er hlustað á rógburð í gömlum skjó.
Sem betur fer hlusía ég á rödd minnar eigin samvisku.
Þegar úlfurinn kom að húsinu, þurfti hann ekki að banka í rúðuna;
telpurnar biðu eftir honum í dyragættinni. Þau föðmuðust lengi og
innilegar en í fyrra skiptið, því viku fjarvera hafði gert þau svo
óþolinmóð.
— Ó, Úlfur! sagði Marinette, húsið var svo tómlegt þessa viku.
Við vorum alltaf að tala um þig.
— Og veistu, Úlfur, þú hafðir rétt fyrir þér, pabbi og mamma vilja
ekki trúa að þú getir verið góður.
308