Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 47
Ú Ifurinn
— Ég er ekkert hissa á því. Ég skal segja ykkur, að rétt áðan var
gamall skjór . . .
— Samt héldum við svo sannarlega með þér, Ulfur, pabbi og
mamma sendu okkur meira að segja svangar í rúmið.
— Og á sunnudaginn var okkur bannað að fara í úlfaleik.
Vinirnir þurftu að segja hver öðrum svo margt að áður en þeir fóru
að huga að leikjum, settust þeir við eldinn. Ulfurinn varð alveg
kolringlaður, því telpurnar vildu fá að vita allt sem á daga hans hafði
drifið þessa viku. Var honum ekki kalt, var honum batnað í lopp-
unni, hafði hann nokkuð hitt refinn, hrossagaukinn eða villisvín-
ið?
— Ulfur, sagði Marinette, þegar vorið kemur, ferðu með okkur
langt inn í skóginn, þangað sem allskonar dýr eru. Með þér verðum
við ekki hræddar.
— I vor, elskurnar mínar, þurfið þið ekki að óttast neitt í skógin-
um. Þegar þar að kemur verð ég búinn að tala svo vel yfir hausa-
mótunum á öllum félögum mínum, að þeir allra önugustu verða
orðnir ljúfir eins og lömb. Sko, það var bara núna í fyrradag að ég
hitti refinn sem var nýbúinn að slátra heilu hænsnabúi. Ég sagði
honum, að svona gengi þetta ekki öllu lengur, nú yrði hann að breyta
um líferni. Ja! þvílík ræða sem ég hélt yfir honum! Og hann sem er
venjulega svo mikill bragðarefur, vitið þið hverju hann svaraði mér:
„Ulfur, ég óska einskis fremur en að fylgja fordæmi þínu. Við
skulum ræða saman um þetta allt dálítið seinna, og þegar ég hef tíma
til að meta öll þín góðu verk, verð ég ekki lengi að bæta ráð mitt.“
Svona svaraði hann, og samt er hann refur.
— Þú ert svo góður, hvíslaði Delphine.
— Ó, já, ég er góður, það er ekki hægt að neita því. Og samt sjáið
þið hvernig þetta er, foreldrar ykkar trúa því aldrei. Það er sárt að
hugsa til þess.
Til að hrekja á brott dapurleikann eftir athugasemd úlfsins, stakk
Marinette upp á því að þau færu í hestaleik. Ulfurinn lék sér með enn
meiri ákafa en fimmtudaginn áður. Þegar þau voru búin að leika sér í
hestaleik, spurði Delphine:
— Ulfur, ættum við að fara í úlfaleik?
Úlfurinn kunni ekki leikinn svo reglurnar voru skýrðar út fyrir
honum. Og að sjálfsögðu var hann valinn til að vera úlfurinn. A
309