Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 47
Ú Ifurinn — Ég er ekkert hissa á því. Ég skal segja ykkur, að rétt áðan var gamall skjór . . . — Samt héldum við svo sannarlega með þér, Ulfur, pabbi og mamma sendu okkur meira að segja svangar í rúmið. — Og á sunnudaginn var okkur bannað að fara í úlfaleik. Vinirnir þurftu að segja hver öðrum svo margt að áður en þeir fóru að huga að leikjum, settust þeir við eldinn. Ulfurinn varð alveg kolringlaður, því telpurnar vildu fá að vita allt sem á daga hans hafði drifið þessa viku. Var honum ekki kalt, var honum batnað í lopp- unni, hafði hann nokkuð hitt refinn, hrossagaukinn eða villisvín- ið? — Ulfur, sagði Marinette, þegar vorið kemur, ferðu með okkur langt inn í skóginn, þangað sem allskonar dýr eru. Með þér verðum við ekki hræddar. — I vor, elskurnar mínar, þurfið þið ekki að óttast neitt í skógin- um. Þegar þar að kemur verð ég búinn að tala svo vel yfir hausa- mótunum á öllum félögum mínum, að þeir allra önugustu verða orðnir ljúfir eins og lömb. Sko, það var bara núna í fyrradag að ég hitti refinn sem var nýbúinn að slátra heilu hænsnabúi. Ég sagði honum, að svona gengi þetta ekki öllu lengur, nú yrði hann að breyta um líferni. Ja! þvílík ræða sem ég hélt yfir honum! Og hann sem er venjulega svo mikill bragðarefur, vitið þið hverju hann svaraði mér: „Ulfur, ég óska einskis fremur en að fylgja fordæmi þínu. Við skulum ræða saman um þetta allt dálítið seinna, og þegar ég hef tíma til að meta öll þín góðu verk, verð ég ekki lengi að bæta ráð mitt.“ Svona svaraði hann, og samt er hann refur. — Þú ert svo góður, hvíslaði Delphine. — Ó, já, ég er góður, það er ekki hægt að neita því. Og samt sjáið þið hvernig þetta er, foreldrar ykkar trúa því aldrei. Það er sárt að hugsa til þess. Til að hrekja á brott dapurleikann eftir athugasemd úlfsins, stakk Marinette upp á því að þau færu í hestaleik. Ulfurinn lék sér með enn meiri ákafa en fimmtudaginn áður. Þegar þau voru búin að leika sér í hestaleik, spurði Delphine: — Ulfur, ættum við að fara í úlfaleik? Úlfurinn kunni ekki leikinn svo reglurnar voru skýrðar út fyrir honum. Og að sjálfsögðu var hann valinn til að vera úlfurinn. A 309
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.