Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 51
Dansað á línu Á sjálfan sumardaginn fyrsta, 24. apríl, mæltum við okkur mót við Guð- rúnu á heimili hennar við Túngötuna. Við börðumst þetta undir einni regnhlíf, því auðvitað rigndi þennan dag. Guðrún tók vel á móti okkur, skemmtilega lítil að okkur fannst, hress og heimilisleg, og bauð okkur til stofu. Ekki var laust við vandræðagang til að byrja með, en þegar Guðrún hafði fært okkur kaffi með dyggri hjálp tveggja dætra sinna og við komið okkur vel fyrir fór þetta að ganga. Hventsr byrjaðirðu að skrifa? Fyrsta bókin kom út 1974, en hún var búin að vera til í munnlegri geymd á heimilinu í tvö eða þrjú ár. Það er reyndar Silju Aðalsteinsdóttur að kenna eða þakka að bókin varð að bók. Ég hafði verið að segja krökkunum mínum sögur af þeim bræðrum Jóni Oddi og Jóni Bjarna og þau voru farin að leiðrétta mig ef ég breytti einhverju frá síðustu frásögn. Svo að einhvern tíma tók ég mig til og vélritaði nokkrar sögur, líka til að aðrir gætu lesið fyrir þau. Svo var haldið upp á barnaafmæli heima hjá mér og þar var dóttir Silju meðal gesta og við fórum að lesa þetta fyrir krakkana. Silja sá um þetta leyti um morgunstund barnanna í útvarpinu og hringdi daginn eftir og spurði hvað ég hefði verið að lesa fyrir börnin. Þá hafði dóttirin sagt henni frá því. Þetta endaði með því að ég pússaði eitthvað til og það var lesið í morgunstundinni. Þá hringdi Valdimar í Iðunni og vildi fá að gefa þetta út. Varstu komin með efni í heila bók ? Já, já, en þegar farið var að tala um útgáfu vann ég hana að nýju. Sú bók ber þess náttúrlega merki hvernig hún varð til, þ. e. í einstökum sögum af atvikum. Þegar ég skrifaði næstu bók vann ég hana allt öðruvísi. Eru þessir bræður þá alger tilbúningur? Já, en í öllu sem maður skrifar er alltaf eitthvað af manns eigin reynslu. En bækurnar í afahúsi og Sitji guðs englar, eru þær byggðar ápersónulegri reynslu? Jú, ég hugsa að seinustu bækurnar mínar séu nær minni eigin reynslu sem barns. Fyrsta bókin var eiginlega einungis hugsuð til heimilisbrúks. Svo fékk ég verðlaun Fræðsluráðs fyrir hana, og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að fólk tók þetta alvarlega. Mér fannst það leggja á mig ákveðnar skyldur og fór auðvitað að vanda mig meira og skrifa af meiri alvöru. Smám saman nálgast maður sjálfan sig meira og Sitji guðs englar er kannski sú bók sem gengur næst mér. Auðvitað er hún skáldskapur líka en þó úr umhverfi sem ég ólst upp í. Fjarlægð frá reynslunni er nauðsynleg til að úr verði bókmenntir. Ef þið hafið lesið báðar bækurnar hafið þið kannski tekið eftir að í afahúsi var svona tilhlaup að Sitji guðs englar. Ég held að þegar ég skrifaði í afahúsi hafi ég alls ekki getað skrifað bók eins og Sitji guðs englar, ég var ekki tilbúin til þess þá. TMM IV 313
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.