Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 52
Tímarit Máls og menningar Ntí er sögupersónan Heiða farin að skrifa sjálf aðeins 12 ára. Byrjaðir þú svona ung að skrifa ? Já, já. Eg skrifaði reyndar bók þegar ég var þrettán ára. Ég vildi að ég ætti þá bók núna. Sem krakki þurfti ég að hafa ofan af fyrir mér sjálf, því þá voru ekki allir að skemmta manni, maður varð bara að finna sér eitthvað að gera. Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að geta haft ofan af fyrir sér. Veturinn sem ég var þrettán ára þá tók ég mig til og skrifaði bók. Hún var meira að segja myndskreytt. Ég fór í sparifötin, tók strætó til Reykjavíkur og bankaði upp hjá forlagi sem hét Lilja. Þar hvarf handritið og höfundur hefur ekki heyrt frekar af því. Manstu um hvað bókin var? Þetta var einhver fjölskyldusaga. Ég skammaðist mín svo fyrir þetta að ég þrýsti því eitthvert niður í undirmeðvitundina. Þetta uppátæki hefur vísast verið leit öryggislauss krakka eftir viðurkenningu. Hefur þig alltaf langað til að skrifa fyrir börnf Mér þykir gaman að skrifa fyrir börn, þau eru skemmtilegt fólk. En ef ég á að vera alveg heiðarleg gæti það líka verið heigulsháttur að velja það form. Ég veit ekki hvort ég hef kjark til að leggja sjálfa mig í að skrifa um heim hinna fullorðnu. Hann er stundum sár. Hvernig hefðirðu skrifað Sitji guðs englar ef þú hefðir skrifað hana fyrir fullorðna? Ég á einhvern tíma eftir að skrifa þá bók, en það verður þykk bók og grimm, hana skrifa ég ekki fyrr en það særir engan. En það er verðugt verkefni að skrifa fyrir börn. Börn eiga skilið að lesa bókmenntir, og þau eiga sama rétt á heilsteyptu og vel byggðu verki og fullorðnir. Það særði mig þegar ég var með krakkana mína litla hvað börnunum var boðið upp á. Börn eru alltaf vanmetin, það er gert ráð fyrir að þeirra skynjun sé lakari en fullorðins fólks, sem er mesti misskilningur. Barnabókaútgáfa hér á landi hefur breyst til batnaðar á síðustu 15 árum, og það er mikið því að þakka að við höfum fengið menntaða bókasafnsfræðinga og bókmenntafólk sem tekur barnabækur alvarlega. Finnst þér bamabtekur fá almennilega gagnrýni hér? Já, mér finnst ekki þurfa að kvarta neitt yfir því. Nú hefur þú fengið gagnrýni erlendis. Er mikill munur þar og hér á landi? Það er miklu minna skrifað um barnabækur þar. Fólk sem skrifar fyrir börn erlendis yrði himinlifandi ef það fengi umfjöllun á borð við þá sem barnabækur fá hérna. Forleggjarar mínir erlendis hafa haft orð á því að það sé beinlínis óvenjulegt að skrifað sé um barnabækur í dagblöð. Ég hef fengið umsagnir í dagblöðum í útlöndum og það þykir tíðindum sæta. Finnst þér það hvatning ? 314
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.