Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 53
Dansað á línu Auðvitað. Hvernig fannst þér kvikmyndin um Jón Odd ogjón Bjarnaf Ég held að hún sé ágæt, en mér fannst erfitt að horfa á hana. Þráinn Bertelsson sló saman öllum þremur bókunum um þá bræður og bjó til handritið. Auðvitað var þetta öðruvísi mynd en bækurnar eru, mynd er mynd og bók er bók. Myndin hefur fengið góðar viðtökur, líka erlendis. Varstu eitthvað með í ráðum við gerð hennarf Nei, ég kann ekkert fyrir mér í kvikmyndagerð. Ég held að það sé mikill vandi að taka bók og gera úr kvikmynd. I flestum tilvikum held ég að heppilegra sé að kvikmynd sé skrifuð sem slík frá upphafi. Finnst þér skipta máli að það sé boðskapur í bókumf Ég vil fyrst og fremst að bók hafi einhverja merkingu. Maður er sjálfsagt að predika sín sjónarmið en ég hef reynt að gera það varlega. Ef þið hafið lesið bókina hennar Silju um íslenskar barnabækur þá sjáið þið að hún setti sér ákveðinn ramma og hún dregur ekki dul á að henni finnst ég ekki falla inn í hann. Það hafa margir spurt mig hvort ég hafi ekki verið óánægð með umfjöllunina um bækur mínar þar, en það er langt í frá. Silja gerir það mjög heiðarlega, en ég var bara ekki að skrifa svona bækur. Þær geta sjálfsagt verið góðar, en ég held að bein „pedagógík" í barnabókum sé óttalega mislukkuð. Ég held að börn eigi að fá bækur sem þeim finnst gaman að. I Svíþjóð fannst þeim ég ekki alveg „lösa alla problemer", þar varð allt að ganga upp. Pólitísk innræting er ekki illa séð þar. Silja kvartar undan því að bækurnar um Jón Odd ogjón Bjarna fjölluðu um miðstéttarfólk. Guð minn almáttugur, hver segir að ekki megi skrifa um miðstéttarfólk? Það er ekkert að því að skrifa bækur um heildsalabörn fremur en börn verkafólks. Hin síðarnefndu eru ekkert betri en þau fyrrnefndu! Reynir þú að koma pólitískum skoðunum þínum áleiðis í bókunumf Ég er náttúrlega ég og þar af leiðandi hljóta mínar bækur að bera keim af mér, en ég vona að ég sé ekki að segja börnunum að þegar þau stækki eigi þau að kjósa Alþýðubandalagið! Harðir andstæðingar mínir í stjórnmálum sem hafa gaman af bókunum segja stundum: „Þú ert nú enginn sósíalisti, Guðrún!“ Það er skýring þeirra á því að þeir lesa bækurnar fyrir börnin sín. En sú skýring er alröng. Þeir verða bara að bíta í það súra epli að ég er þá skemmtilegur sósíalisti! Hvað með myndskreytingar í bókunum. Vinnurðu mikið með teikn- urumf Nei, satt að segja hef ég ekki gert það. Fyrst kunni ég ekkert á þetta. Það vantaði einhvern til að teikna og því bjargaði vinkona mín, Kolbrún Kjarval, sem er reyndar alls ekki teiknari heldur leirkerasmiður. En hún gerði þetta prýðilega. Síðar tók Sigrún Eldjárn við og hefur myndskreytt margar bóka 315
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.