Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 57
Lyklabörn og töff týpur sú nöturlegasta sem hefur birst af nútímabarni í íslenskum veruleika. Dísa er aðeins tíu ára gömul en á að sjá um þriggja ára bróður sinn frá morgni til kvölds á meðan foreldrarnir vinna báðir úti. Hún sýnir mikinn dugnað í þessu starfi sem er henni raunar ofviða oft á tíðum. Að launum fær hún lítið annað en aðfinnslur og svikin loforð. Það er varla að foreldrarnir gefi sér tíma til að segja við hana hlýlegt orð að loknum vinnudegi. Móðir Dísu er kaldranaleg í viðmóti og gefur sér hvorki tíma til að spjalla við Dísu, hæla henni né gefa henni góð ráð varðandi pössunina. Dísa virðist algerlega verða að spjara sig sjálf og í eina skiptið sem henni er lofað tilbreyt- ingu er það svikið. — Pabbi, manstu hvað þú sagðir á mánudaginn? — Man ég hvað ég sagði? - Já- - Nei. — Við mig. — Sagði ég eitthvað við þig? — Ertu búinn að gleyma því? — Ef ég man það ekki, þá hlýt ég að vera búinn að gleyma því. Hann var orðinn óþolinmóður. (. . .) — Dísa mín, vertu ekki að tefja pabba þinn, kallaði mamma hennar úr eld- húsinu. — Pú sagðir að það væri svo langt síðan við hefðum farið út að keyra. Manstu ekki? — Það getur vel verið að ég hafi sagt það. — Þú sagðir að það væri alveg tilvalið að fara í Sædýrasafnið. Þú sagðir . . . — Maður segir svo margt, Dísa mín. En maður getur bara ekki gert allt sem mann langar til. Það er nú meinið. Þetta var eini dagurinn sem Sæli gat hjálpað mér á baðinu. (bls. 95—96) Nokkrar slíkar myndir eru dregnar upp í sögunni, sterkar myndir af til- finningalega vanræktu, hlédrægu, einmana barni sem kvartar ekki heldur beygir sig möglunarlaust undir kröfur fullorðna fólksins. Kröfur Dísu litlu eru svo sem engar en höfundur sýnir á myndrænan hátt þrá hennar eftir ástúð og viðurkenningu sem hvorugt er falt hjá foreldrunum. Hún ræður engu um eigið líf. Hún er aðeins leiksoppur örlaganna eða öllu heldur for- eldra sinna sem aftur eru leiksoppar þess lífstíls sem þjóðfélagið viður- kennir. Tveimur árum á eftir Lyklabarni sendi Andrés frá sér bókina Polli er ekkert blávatn og varð það einnig verðlaunabók. Fræðsluráð Reykjavíkur valdi hana sem bestu íslensku barnabókina 1981. Söguhetjan, Polli, sem er 319
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.