Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 58
Tímarit Máls og menningar tíu ára gamall eins og Dísa, stendur frammi fyrir þeim vanda að móðir hans hefur yfirgefið heimilið og flyst síðan til útlanda með litlu systur hans. Pabbi hans drekkur og stendur sig illa í hlutverkinu sem einstæður faðir. Oft er Polli því einmana og ráðvilltur þó að hann standi sig eins og hetja og leggi sig allan fram um að halda heimilinu og pabba sínum á réttum kili. Hann saknar mömmu sinnar og litlu systur sárt, þráir að fjölskyldan sameinist á ný og jafnvægi og öryggi skapist á heimilinu. Þrátt fyrir harða baráttu Polla er allt í óvissu í bókarlok. Hörð ádeila á kæruleysi foreldra gagnvart börnum kemur fram í þessari bók engu síður en í Lyklabarni. Polli hefur ekki annan að treysta á en sjálfan sig þó hann sé aðeins tíu ára. Enginn fylgist með því hvernig honum gengur í skólanum eða yfirleitt hvað hann tekur sér fyrir hendur. Sambandsleysi drengsins við móðurina er átakanlegt. Hún gefur sér ekki einu sinni tíma til að skrifa honum almennilegt bréf þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Polla til að halda uppi bréfasambandi við hana. Faðir Polla hugsar fyrst og síðast um eigið skinn og eigin þarfir svo að sjaldan er tími fyrir Polla. Þarfir hans og langanir verða alltaf að víkja fyrir áætlunum foreldranna alveg eins og þarfir og þrár Dísu í Lyklabarni. Lof- orðin eru líka léttvæg hjá pabba hans Polla: — Eigum við þá ekkert að grilla í kvöld, pabbi? — Grilla? — Þú varst búinn að segja að við mundum gera það. — Var ég búinn að því? - Já- — Náðu í glös og settu þau á borðið. — Þú sagðir að við gætum grillað úti á svölum. Þú sagðir það, pabbi. Ég var búinn að hlakka svo til. — Hvenær sagði ég það? — I morgun. Manstu ekki? — Æ, það getur nú varla breytt miklu hver býr til matinn. Ég get ekki séð að það skipti nokkru máli. Það er sama hvaðan gott kemur. (bls. 66) Hér er Einar (pabbi Polla) orðinn slompaður og hefur keypt úti í búð tilbúnar kínverskar pönnukökur. Eins og komið hefur fram eiga Polli og Dísa ýmislegt sameiginlegt fyrir utan það að vera jafnaldra. Bæði eru borgarbörn sem eiga önnum kafna foreldra og verða að sjá um sig sjálf að miklu leyti. Bæði eru vanrækt tilfinningalega og lítils metin í samfélagi sínu. Þau ráða engu um eigin aðstæður og ekkert tillit er tekið til þeirra í sambandi við stórar ákvarðanir sem varða alla fjölskylduna, til dæmis veit Polli ekkert um ákvörðun mömmu sinnar um að fara að heiman fyrr en hún er á bak og burt, málin eru 320
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.