Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 59
Lyklabörn og töff týpur
aldrei rædd við hann né neitt útskýrt. Dísa veit ekkert fyrr en búið er að
kaupa raðhús uppi í Mosfellssveit, hún er ekki höfð með í ráðum, ekki einu
sinni til málamynda. Báðir krakkarnir eru duglegir að spjara sig á eigin
spýtur, skynsöm og bregðast rökrétt við hverjum vanda. Þau virðast raunar
líklegri til að hafa vit fyrir foreldrum sínum heldur en foreldrarnir fyrir
þeim. Rauður þráður í gegnum báðar sögurnar er hróp söguhetjanna á
athygli, — umhyggju, — samveru, hróp sem virðast aldrei ná eyrum
foreldranna. Þrátt fyrir þessi sameiginlegu einkenni þá er líka margt sem
skilur með þeim Polla og Dísu. Viðbrögð þeirra eru ólík. Polli er djarfari og
viljasterkari og gerir tilraunir til að breyta aðstæðum sínum, — hann reynir
t. a. m. að biðja mömmu sína að koma heim og eins reynir hann að hafa
áhrif á pabba sinn. Greinilega hafa þau ólíka persónuleika til að bera en það
sem líklega er hér þyngra á metunum er efnismeðferð höfundarins. Mér
virðist sagan um Polla á flestan hátt meira og betur unnin bók heldur en
Lyklabarn. I eldri bókinni eru persónur og umhverfi máluð svart-hvítum
litum en í bókinni um Polla hefur höfundurinn náð betra valdi á litrófinu og
nær að gefa lesendum sínum víðari samfélagssýn. I Lyklabarni sér lesandinn
lítið út fyrir þröngan hring Dísu sem afmarkast af blokkinni annars vegar og
moldarbingnum á lóðinni hins vegar. I sögu Polla fær lesandinn dágóða
mynd af samhenginu milli heimilisaðstæðna og þjóðfélagskrafna. Spurning-
ar vakna t. d. um hvers vegna foreldrar Polla eru óánægðir í hjónabandinu,
hvers vegna Einar drekkur, hvers vegna hann fer út í það að selja smygl
o. s. frv. Foreldrar Polla fá nokkra samúð hjá lesandanum þrátt fyrir allt en
foreldrar Dísu enga. Polli og Dísa standa hins vegar bæði uppúr sem hetjur
hins gráa hvunndags.
Svipuð höfundarafstaða kemur fram í bókinni Elsku bam (1985) og í
bókunum um Polla og Dísu, þ. e. barnið er hin viti borna vera sem sýnir
lesandanum hlutina frá sínu sjónarhorni. Foreldrar Olafíu hegða sér að vísu
bæði betur og skynsamlegar heldur en foreldrar fyrrnefndra skötuhjúa og
enn eru efnistök önnur. Elsku barnið Ólafía er 7 ára og á mjög upptekna
foreldra, pabba sem er vaktavinnumaður og mömmu sem er óperusöngkona
og syngur flest kvöld en æfir á daginn. Mun meira tillit er tekið til Ólafíu
heldur en til Polla og Dísu. Hún fær að fara með pabba sínum á vinnustað
og hún fylgist með mömmu heima (þó hún verði helst að vera úti).
Foreldrar Olafíu gefa sér líka töluverðan tíma til að spjalla við dóttur sína en
eins og foreldrarnir í fyrri bókunum falla þau í þá gryfju að svíkja gefið
loforð. Það er ekki sædýrasafnið eða útigrillið sem sitja fyrir verkefnum í
fullorðinsheiminum núna heldur sirkusferð.
— Þið ætluðuð að koma með mér í sirkusinn í dag, segir Ólafía.
321