Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 59
Lyklabörn og töff týpur aldrei rædd við hann né neitt útskýrt. Dísa veit ekkert fyrr en búið er að kaupa raðhús uppi í Mosfellssveit, hún er ekki höfð með í ráðum, ekki einu sinni til málamynda. Báðir krakkarnir eru duglegir að spjara sig á eigin spýtur, skynsöm og bregðast rökrétt við hverjum vanda. Þau virðast raunar líklegri til að hafa vit fyrir foreldrum sínum heldur en foreldrarnir fyrir þeim. Rauður þráður í gegnum báðar sögurnar er hróp söguhetjanna á athygli, — umhyggju, — samveru, hróp sem virðast aldrei ná eyrum foreldranna. Þrátt fyrir þessi sameiginlegu einkenni þá er líka margt sem skilur með þeim Polla og Dísu. Viðbrögð þeirra eru ólík. Polli er djarfari og viljasterkari og gerir tilraunir til að breyta aðstæðum sínum, — hann reynir t. a. m. að biðja mömmu sína að koma heim og eins reynir hann að hafa áhrif á pabba sinn. Greinilega hafa þau ólíka persónuleika til að bera en það sem líklega er hér þyngra á metunum er efnismeðferð höfundarins. Mér virðist sagan um Polla á flestan hátt meira og betur unnin bók heldur en Lyklabarn. I eldri bókinni eru persónur og umhverfi máluð svart-hvítum litum en í bókinni um Polla hefur höfundurinn náð betra valdi á litrófinu og nær að gefa lesendum sínum víðari samfélagssýn. I Lyklabarni sér lesandinn lítið út fyrir þröngan hring Dísu sem afmarkast af blokkinni annars vegar og moldarbingnum á lóðinni hins vegar. I sögu Polla fær lesandinn dágóða mynd af samhenginu milli heimilisaðstæðna og þjóðfélagskrafna. Spurning- ar vakna t. d. um hvers vegna foreldrar Polla eru óánægðir í hjónabandinu, hvers vegna Einar drekkur, hvers vegna hann fer út í það að selja smygl o. s. frv. Foreldrar Polla fá nokkra samúð hjá lesandanum þrátt fyrir allt en foreldrar Dísu enga. Polli og Dísa standa hins vegar bæði uppúr sem hetjur hins gráa hvunndags. Svipuð höfundarafstaða kemur fram í bókinni Elsku bam (1985) og í bókunum um Polla og Dísu, þ. e. barnið er hin viti borna vera sem sýnir lesandanum hlutina frá sínu sjónarhorni. Foreldrar Olafíu hegða sér að vísu bæði betur og skynsamlegar heldur en foreldrar fyrrnefndra skötuhjúa og enn eru efnistök önnur. Elsku barnið Ólafía er 7 ára og á mjög upptekna foreldra, pabba sem er vaktavinnumaður og mömmu sem er óperusöngkona og syngur flest kvöld en æfir á daginn. Mun meira tillit er tekið til Ólafíu heldur en til Polla og Dísu. Hún fær að fara með pabba sínum á vinnustað og hún fylgist með mömmu heima (þó hún verði helst að vera úti). Foreldrar Olafíu gefa sér líka töluverðan tíma til að spjalla við dóttur sína en eins og foreldrarnir í fyrri bókunum falla þau í þá gryfju að svíkja gefið loforð. Það er ekki sædýrasafnið eða útigrillið sem sitja fyrir verkefnum í fullorðinsheiminum núna heldur sirkusferð. — Þið ætluðuð að koma með mér í sirkusinn í dag, segir Ólafía. 321
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.