Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 61
Lyklabörn og töff týpur
— Pabbi, segir hún þegar hún er komin upp í rúm og búin að fara með
faðirvorið í bunu, pabbi, mig langar svo til að þið séuð meira hjá mér.
— Eg get alveg skilið það, segir pabbi hennar og strýkur henni um
vangann.
— Mér finnst svo leiðinlegt að vera alltaf hjá Arnýju og þeim. Alltaf í
þessari pössun. Aldrei hjá ykkur.
— Já, en við verðum að vinna, elskan mín, segir pabbi hennar. Það verða
allir að vinna. Þú skilur það. (bls. 40)
Fullorðnir verða að setja vinnu sína í fyrsta sæti og hafa ekki pláss fyrir
börnin sín fyrr en í öðru sæti. Vandi þessarar fjölskyldu er ekki annar en
þessi, en í augum Ólafíu er hann nægur. Hún sættir sig illa við að geta ekki
fylgt foreldrum sínum eftir. Hjá henni er tíminn lengi að líða en foreldrarnir
hlaupa í kapp við hann. Andrés kemur hér skemmtilega til skila mismunin-
um á tímaskyni barna og fullorðinna. Ólafía lifir og hrærist í allt öðrum
tíma en foreldrarnir. Hennar tími er bið. Bið eftir pabba og mömmu heim,
bið eftir að þau vakni, bið eftir að þau eigi frí. Því eins og í Lyklabarni og
Polli er ekkert blávatn þá er þráin eftir samveru, ást og umhyggju foreldr-
anna rauðasti og sverasti þráðurinn í vefnaði Andrésar.
Töff týpur
Á árunum 1982—1984 sendi Andrés Indriðason frá sér bókaþrennu um
unglinginn Elías Þór Árnason. I fyrstu bókinni, Viltu byrja með mér? var
Elías að hefja nám í 7. bekk og skildi höfundurinn síðan við hann tæplega
einu og hálfu ári síðar töluvert þroskaðri og lífsreyndari, — töff týpu. I
þessum bókum er Andrés að fjalla um þau mannlegu tengsl sem eru
unglingum ný á þessu aldursskeiði, (13 — 15 ára) þ. e. a. s. tilfinningalegt
samband við gagnstæða kynið.
Elías er feiminn og uppburðarlítill í fyrstu en það vill honum til happs að
á fjörur hans rekur djarfa stelpu, Hildi, sem hefur frumkvæði að því að þau
byrja saman. Ekki verður veruleg alvara í þessu sambandi, Hildur finnur sér
annan gæja og fljótlega verður Elías skotinn aftur. I annarri bók, Fjórtán . . .
bráðum fimmtán, bregður ástin enn á ný fæti fyrir Elías og hristir hann nú
af sér feimnina.
/. . . / hann tekur á sig rögg, hendir sér af alefli á feimnismúrinn og veldr
honum um koll, stígur upp úr rústunum, brosir og segir eins og ekkert sé:
Ertu til í að dansa Eva? (bls. 63)
Sambandið við Evu hlaupaspíru frá Akranesi verður síðan þungamiðja í
323