Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 61
Lyklabörn og töff týpur — Pabbi, segir hún þegar hún er komin upp í rúm og búin að fara með faðirvorið í bunu, pabbi, mig langar svo til að þið séuð meira hjá mér. — Eg get alveg skilið það, segir pabbi hennar og strýkur henni um vangann. — Mér finnst svo leiðinlegt að vera alltaf hjá Arnýju og þeim. Alltaf í þessari pössun. Aldrei hjá ykkur. — Já, en við verðum að vinna, elskan mín, segir pabbi hennar. Það verða allir að vinna. Þú skilur það. (bls. 40) Fullorðnir verða að setja vinnu sína í fyrsta sæti og hafa ekki pláss fyrir börnin sín fyrr en í öðru sæti. Vandi þessarar fjölskyldu er ekki annar en þessi, en í augum Ólafíu er hann nægur. Hún sættir sig illa við að geta ekki fylgt foreldrum sínum eftir. Hjá henni er tíminn lengi að líða en foreldrarnir hlaupa í kapp við hann. Andrés kemur hér skemmtilega til skila mismunin- um á tímaskyni barna og fullorðinna. Ólafía lifir og hrærist í allt öðrum tíma en foreldrarnir. Hennar tími er bið. Bið eftir pabba og mömmu heim, bið eftir að þau vakni, bið eftir að þau eigi frí. Því eins og í Lyklabarni og Polli er ekkert blávatn þá er þráin eftir samveru, ást og umhyggju foreldr- anna rauðasti og sverasti þráðurinn í vefnaði Andrésar. Töff týpur Á árunum 1982—1984 sendi Andrés Indriðason frá sér bókaþrennu um unglinginn Elías Þór Árnason. I fyrstu bókinni, Viltu byrja með mér? var Elías að hefja nám í 7. bekk og skildi höfundurinn síðan við hann tæplega einu og hálfu ári síðar töluvert þroskaðri og lífsreyndari, — töff týpu. I þessum bókum er Andrés að fjalla um þau mannlegu tengsl sem eru unglingum ný á þessu aldursskeiði, (13 — 15 ára) þ. e. a. s. tilfinningalegt samband við gagnstæða kynið. Elías er feiminn og uppburðarlítill í fyrstu en það vill honum til happs að á fjörur hans rekur djarfa stelpu, Hildi, sem hefur frumkvæði að því að þau byrja saman. Ekki verður veruleg alvara í þessu sambandi, Hildur finnur sér annan gæja og fljótlega verður Elías skotinn aftur. I annarri bók, Fjórtán . . . bráðum fimmtán, bregður ástin enn á ný fæti fyrir Elías og hristir hann nú af sér feimnina. /. . . / hann tekur á sig rögg, hendir sér af alefli á feimnismúrinn og veldr honum um koll, stígur upp úr rústunum, brosir og segir eins og ekkert sé: Ertu til í að dansa Eva? (bls. 63) Sambandið við Evu hlaupaspíru frá Akranesi verður síðan þungamiðja í 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.