Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 67
Ólöf Pétursdóttir Tóta og táin sem týndist 1. Táin fryst — þrátt fyrir augljósa kosti Hættu að gráta, hringaná, heyrðu ræðu mína: ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur taki þína. Jónas Hallgrímsson Þessa vísu Jónasar heyrði ég stundum sungna þegar ég var barn og hafði mikið dálæti á þótt hún fyllti mig alltaf hrolli. Þessi hræðilegi Grímur (sem hlaut að vera með óhugnanlega grímu) ætlaði að taka tána af einhverri stelpu. Ekki voru undur þótt hún gréti. Mikið skildi ég hana. Hvers virði gat hörð gulltá verið henni samanborið við tá af holdi og blóði? Ég man eftir svipuðum hrolli við lestur Litlu hafmeyjunnar eftir Andersen. Hvers virði voru fætur henni ef hún þurfti að láta tunguna fyrir? Þau örkuml vöktu hrylling — en hryllingurinn var eftirsóknarverður og sælukenndur og Litla hafmeyjan var af þeim sökum eftirlætis ævintýri mitt. Þarna var óskiljanleg ráðgáta á ferðinni, mótsögn sem framkallaði hrollkenndar og blendnar tilfinningar. Börn sækjast almennt eftir hæfilegum skammti af hryllingi. Sá skammtur virðist vera hollur, ef ekki ómissandi. Börn eru ekki þær sótthreinsuðu englaverur sem margir barnabókahöfundar íslenskir virðast skrifa fyrir. En svo ber við árið 1982 að hin virta bókaútgáfa Bjallan gefur út bók eftir Guðberg Bergsson og er sú bók ætluð börnum. Tóta og táin á pabba, en svo nefnist bókin, virðist hafa verið „þöguð í hel opinberlega."1 Hvers vegna í ósköpunum? Guðbergur er þó alténd virtur höfundur sem sjaldan bregst bogalistin og það gerist ekki á hverjum degi að „alvöru" rithöfundar leggi sitt af mörkum til barnabókmennta. Bók Guðbergs er einnig gleðilegur viðburður í sögu íslenskra barna- bókmennta fyrir það að hér birtist ómenguð fantasía sem stendur undir nafni. A sama hátt og í ódauðlegum listaverkum Lewis Carroll er drauma- heimur kannaður. Þar eru að verki önnur lögmál en í vökuheimi en milli draums og vöku liggja margslungnar taugar. Að baki fantasíu Guðbergs býr engin leiðinleg siðapredikun. Nei, hér á að skemmta þeim sem kemur auga á ™m v 329
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.