Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 68
Tímarit Máls og menningar tvíræðnina og það tekst dável. Jafnframt má ætla fantasíunni það hlutverk að sætta bernska lesendur við erfið tímamót í uppvextinum, án þess að þeir þurfi að gleypa við meinhollu en bragðvondu lýsi fullorðinsskynseminnar — hvorki með né án sykurhúðar. Tóta er ekki englabarn en hún er ekki heldur slæmur krakki. Hún virðist vera ofur eðlilegt barn, gædd kímnigáfu og forvitni. Hún er náfrænka Lísu í Undralandi sem líka var forvitin og vitur á sinn barnslega hátt. Hvaða bækur skyldi krakki á borð við Tótu lesa fyrir utan Gagn og gaman? Um bækur ætlaðar börnum mætti segja að þær þurfi að vera mjúkar og notalegar að mati fullorðinna en ágengar og hryllingskenndar að mati barn- anna, á sama hátt og mjúki bangsinn hennar Tótu þjónar hlutverki spenn- andi óargadýrs: Bangsi glennti upp skoltinn og hóf upp hramminn, og lætin í honum voru ógurleg og æsandi. Tóta slapp með naumindum undan bangsa. Stundum vilja leikfangabangsar rífa litlar telpur á hol.2 Vissulega er spennandi að vera barn — og þykjast vera lítið og lúmskt fórnarlamb mjúkra og loðinna leikfanga, skáka þeim svo og ættingjum og kennurum með kænsku og miskunnarleysi æskunnar. Það er spennandi að vera vitur og fávís í senn og skynja drauminn sem jafngildan vökunni, ævintýrin jafnsönn kvöldfréttum og líka jafnlogin. Það er fyrir þessi börn sem Guðbergur skrifar. Bókin er full af fjörlegum orðaskiptum, hljómmikl- um setningum, gjarnan stuðluðum, og nýtur sín einkar vel í upplestri. Fullorðinn upplesari flissar í skegg sitt yfir tvíræðninni og verður upplestur- inn enn fjörlegri fyrir vikið. Olæsum áheyrendum er sögð skemmtileg og skilningsrík saga og höfundur deplar kankvísu auga til foreldranna. Sögu- þráður er vel spunninn, hvergi ber á lausum endum og svo er það sem er ekki minnst virði: sagan endar vel. Barnið hefur unnið úr veruleika sínum í draumi og sætt sig við að vera orðið of stórt til þess að sofa milli foreldranna. Bangsinn er ekki lengur óargadýr heldur tákn hvíldar og öryggis. Draumatáin drjúga er þögnuð og baðar sig með draumum í brúnni svefnholunni. Hér er í stuttu máli komin bók sem prýdd er ótal kostum: fjörefnarík og fyndin, krydduð og krassandi — og hæfilega hrollvekjandi. Loksins, loksins. Betri er ein tá á mottu en tvter á ferð og flugi I fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar árið 1984 skrifar Hildur Her- 330
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.