Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 71
Anna Margrét Birgisdóttir Guðjón Sveinsson Stutt samantekt Guðjón Sveinsson er Austfirðingur, fæddur 25. maí 1937 á Þverhamri í Breiðdal. Skáldgáfan virðist hafa fylgt honum frá unga aldri, því að hann var töluvert innan við fermingu þegar fyrst fór að birtast eftir hann efni í Vorinu. Fyrsta bók Guðjóns kom út 1967 og nú fyrir síðustu jól sendi hann frá sér sína 16. bók. Þetta gera 16 bækur á 18 árum, sem verður að teljast vel haldið áfram. Auk þess hafa birst eftir hann sögur, ljóð og annað efni í ýmsum blöðum og tímaritum. Guðjón hlaut verðlaun í smásagnasamkeppni Sam- taka móðurmálskennara 1979, fyrir söguna Morgundögg, sem birt var af því tilefni í samnorrænu smásagnahefti, (1981). Samtök móðurmálskennara efndu aftur til smásagnasamkeppni 1982—83, um efni ætlað börnum og unglingum. Urval af því efni sem barst var gefið út á tveim bókum (1984 og 1985), og á Guðjón sögu í þeim báðum. Bækur Guðjóns eru allar ætlaðar börnum og unglingum. Sú fyrsta, Njósnir að næturþeli (1967), er jafnframt fyrsta bókin af sex um þá félaga Bolla, Skúla og Adda. Einnig koma nokkuð við sögu Dísa systir Bolla og Kata vinkona hennar ásamt hundinum Krumma. Eins og í öðrum unglinga- reyfurum af svipuðum toga eldast krakkarnir ekkert og eru sífellt í fríum. Þetta eru dæmigerðir reyfarar, spennandi og uppfullir af dularfullum atburðum, sem krökkunum verður ekki skotaskuld úr að ráða fram úr. Þetta er hin íslenska útgáfa af sögum Enid Blyton, að öðru leyti en því, að allt er heimfært upp á íslenskar aðstæður. Það hefur Guðjóni tekist vel. Hann er með mikið af náttúru- og umhverfislýsingum og vísar til þekktra atburða úr sögu og þjóðlífi. Þetta á eflaust ekki hvað minnstan þátt í vinsældum bókanna. Glæpamennirnir eru auðþekktir. Þeir skera sig úr í útliti og hegðan. Þeir eru heldur engir smá-krimmar. 1 bókunum koma krakkarnir upp um njósnara, smyglara, skartgripaþjófa, peningafalsara og sauðaþjófa. Arið 1972 kom út bókin Ort rennur æskublóð, sem er gerólík hinum fyrri. Þetta er uppreisnarsaga unglings, sem lýkur með sigri hans. Þarna er kveðinn nýr tónn í ritun sagna fyrir unglinga. 333
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.