Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 71
Anna Margrét Birgisdóttir
Guðjón Sveinsson
Stutt samantekt
Guðjón Sveinsson er Austfirðingur, fæddur 25. maí 1937 á Þverhamri í
Breiðdal. Skáldgáfan virðist hafa fylgt honum frá unga aldri, því að hann var
töluvert innan við fermingu þegar fyrst fór að birtast eftir hann efni í
Vorinu.
Fyrsta bók Guðjóns kom út 1967 og nú fyrir síðustu jól sendi hann frá sér
sína 16. bók. Þetta gera 16 bækur á 18 árum, sem verður að teljast vel haldið
áfram. Auk þess hafa birst eftir hann sögur, ljóð og annað efni í ýmsum
blöðum og tímaritum. Guðjón hlaut verðlaun í smásagnasamkeppni Sam-
taka móðurmálskennara 1979, fyrir söguna Morgundögg, sem birt var af því
tilefni í samnorrænu smásagnahefti, (1981). Samtök móðurmálskennara
efndu aftur til smásagnasamkeppni 1982—83, um efni ætlað börnum og
unglingum. Urval af því efni sem barst var gefið út á tveim bókum (1984 og
1985), og á Guðjón sögu í þeim báðum.
Bækur Guðjóns eru allar ætlaðar börnum og unglingum. Sú fyrsta,
Njósnir að næturþeli (1967), er jafnframt fyrsta bókin af sex um þá félaga
Bolla, Skúla og Adda. Einnig koma nokkuð við sögu Dísa systir Bolla og
Kata vinkona hennar ásamt hundinum Krumma. Eins og í öðrum unglinga-
reyfurum af svipuðum toga eldast krakkarnir ekkert og eru sífellt í fríum.
Þetta eru dæmigerðir reyfarar, spennandi og uppfullir af dularfullum
atburðum, sem krökkunum verður ekki skotaskuld úr að ráða fram úr.
Þetta er hin íslenska útgáfa af sögum Enid Blyton, að öðru leyti en því, að
allt er heimfært upp á íslenskar aðstæður. Það hefur Guðjóni tekist vel.
Hann er með mikið af náttúru- og umhverfislýsingum og vísar til þekktra
atburða úr sögu og þjóðlífi. Þetta á eflaust ekki hvað minnstan þátt í
vinsældum bókanna.
Glæpamennirnir eru auðþekktir. Þeir skera sig úr í útliti og hegðan. Þeir
eru heldur engir smá-krimmar. 1 bókunum koma krakkarnir upp um
njósnara, smyglara, skartgripaþjófa, peningafalsara og sauðaþjófa.
Arið 1972 kom út bókin Ort rennur æskublóð, sem er gerólík hinum
fyrri. Þetta er uppreisnarsaga unglings, sem lýkur með sigri hans. Þarna er
kveðinn nýr tónn í ritun sagna fyrir unglinga.
333