Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 73
Guðjón Sveinsson Ævintýrið um Alheimsstjörnuna (1982), er einföldun á veruleikanum í dæmisagnastíl. Þetta er allegoría um hersetuna á Islandi, sem tengist valda- baráttunni í heiminum. Persónur sögunnar eru of margar og ósannfærandi og ádeilan hæfir ekki börnum. Til þess er sagan of full af beiskju og ergelsi og hún endar í tómarúmi. Engar ályktanir eru dregnar og höfundur nær ekki að sjá nýjar hliðar á málinu þó að formið bjóði upp á það. Kvöldstund með pabba (1983) er saga ætluð litlum börnum, sögð af 5 ára snáða. Hún er um samskipti feðga og litlu systur eina kvöldstund á meðan mamma er í síldarsöltun. Þetta er skemmtileg saga, að öðru leyti en því, að of mikið er gert úr klaufaskap pabbans í sambandi við heimilisstörfin. Flest allt fer öfugt við það sem það ætti að fara. Einnig bera myndirnar of mikinn keim af bókunum um Einar Áskel eftir Gunilu Bergström. Verkum Guðjóns eftir 1978 má að mestu skipta í tvo hluta, annars vegar þau sem hann skrifar út frá reynslu barna sinna, hins vegar þau sem ganga út frá hans eigin reynslu. Bækurnar fjórar um Glaumbæingana komu út á árunum 1978 — 1985, og Loksins kom litli bróðir frá 1983 fjallar um sömu persónur. I Glaumbæjar- sögunum er hefðbundið sveitasöguform brotið upp. Þær höfðu flestallar gerst í fortíðinni og margar þeirra fegruðu sveitalífið. Glaumbæjarsögurnar gerast hins vegar í nútímanum, nánar tiltekið 1978—79. Til þess að undir- strika það er notaður 1. pers. frásagnarháttur í nútíð, sögurnar gerast um leið og þær eru sagðar. Bækurnar fjórar eru beint framhald hver af annarri og gerast á einu ári, frá vori til vors. I þeim segir á raunsæjan hátt frá fjölskyldu, sem býr í sjávarplássi á Austurlandi og sýslar við búskap meðfram öðrum störfum. Það er yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Sævar, sem segir söguna. Tungutak og hugsun er í fullu samræmi við aldur sögumanns, sem verður bráðlifandi í sögunum, orðhvatur, uppstökkur en jafnframt athugull strákur. Hann greinir frá atburðum jafnóðum og þeir gerast og talar stundum beint við les- endur: Þessi nöfn getið þið fundið á landakortinu, sem allir fá í skólanum. Þessir staðir eru allir á blaðsíðu 10 og 11. (Glaumbæingar . . . bls. 71) Svona inngrip eru að vísu galli og slíta lesandann úr tengslum við efnið, hann fær á tilfinninguna að hann sé að lesa kennslubók. Þetta er saga af daglegu lífi og störfum venjulegrar dreifbýlisfjölskyldu, sem hefur sína kosti og galla eins og gengur og gerist. Húsið okkar heitir Bjarg. Mamma segir, að það hefði frekar átt að heita 335
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.