Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 73
Guðjón Sveinsson
Ævintýrið um Alheimsstjörnuna (1982), er einföldun á veruleikanum í
dæmisagnastíl. Þetta er allegoría um hersetuna á Islandi, sem tengist valda-
baráttunni í heiminum. Persónur sögunnar eru of margar og ósannfærandi
og ádeilan hæfir ekki börnum. Til þess er sagan of full af beiskju og ergelsi
og hún endar í tómarúmi. Engar ályktanir eru dregnar og höfundur nær
ekki að sjá nýjar hliðar á málinu þó að formið bjóði upp á það.
Kvöldstund með pabba (1983) er saga ætluð litlum börnum, sögð af 5 ára
snáða. Hún er um samskipti feðga og litlu systur eina kvöldstund á meðan
mamma er í síldarsöltun. Þetta er skemmtileg saga, að öðru leyti en því, að
of mikið er gert úr klaufaskap pabbans í sambandi við heimilisstörfin. Flest
allt fer öfugt við það sem það ætti að fara. Einnig bera myndirnar of mikinn
keim af bókunum um Einar Áskel eftir Gunilu Bergström.
Verkum Guðjóns eftir 1978 má að mestu skipta í tvo hluta, annars vegar
þau sem hann skrifar út frá reynslu barna sinna, hins vegar þau sem ganga út
frá hans eigin reynslu.
Bækurnar fjórar um Glaumbæingana komu út á árunum 1978 — 1985, og
Loksins kom litli bróðir frá 1983 fjallar um sömu persónur. I Glaumbæjar-
sögunum er hefðbundið sveitasöguform brotið upp. Þær höfðu flestallar
gerst í fortíðinni og margar þeirra fegruðu sveitalífið. Glaumbæjarsögurnar
gerast hins vegar í nútímanum, nánar tiltekið 1978—79. Til þess að undir-
strika það er notaður 1. pers. frásagnarháttur í nútíð, sögurnar gerast um
leið og þær eru sagðar.
Bækurnar fjórar eru beint framhald hver af annarri og gerast á einu ári, frá
vori til vors. I þeim segir á raunsæjan hátt frá fjölskyldu, sem býr í
sjávarplássi á Austurlandi og sýslar við búskap meðfram öðrum störfum.
Það er yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Sævar, sem segir söguna. Tungutak
og hugsun er í fullu samræmi við aldur sögumanns, sem verður bráðlifandi í
sögunum, orðhvatur, uppstökkur en jafnframt athugull strákur. Hann
greinir frá atburðum jafnóðum og þeir gerast og talar stundum beint við les-
endur:
Þessi nöfn getið þið fundið á landakortinu, sem allir fá í skólanum. Þessir
staðir eru allir á blaðsíðu 10 og 11. (Glaumbæingar . . . bls. 71)
Svona inngrip eru að vísu galli og slíta lesandann úr tengslum við efnið,
hann fær á tilfinninguna að hann sé að lesa kennslubók.
Þetta er saga af daglegu lífi og störfum venjulegrar dreifbýlisfjölskyldu,
sem hefur sína kosti og galla eins og gengur og gerist.
Húsið okkar heitir Bjarg. Mamma segir, að það hefði frekar átt að heita
335