Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 75
Guðjón Sveinsson — Nei, fari það í kolmórautt. Það er engin furða þótt Reykvíkingar tali ekki um nema hús og bíla. Þeir sjá ekkert annað, segir pabbi. — Talar þú ekki dálítið um rollur, segir mamma. — Það er nú eitthvað annað. Þær hafa sál, en ekki þetta horngrýtis járnarusl, segir pabbi. (Glaumbæingar . . . bls. 77) Sævar er hugsandi strákur og veltir hlutunum fyrir sér. Hann segir frá hugrenningum sínum og tilfinningum. Við það fær sagan meiri dýpt. Um kvöldið segir pabbi við mömmu. — Ert þú að vinna eftir hádegi á morgun? Þegar svona er talað merkir vinna eitthvað sem fólk fær peninga fyrir. T. d. að afgreiða í búð, flaka fisk eða smíða hús kallast vinna. Aftur á móti að elda mat, þvo upp leirtau eða þvott, held ég kallist ekki vinna. (Glatt er . . . bls. 34) Þó að Sævar greini frá atburðunum út frá sjálfum sér, má segja að pabbi hans sé aðalpersóna bókanna. Hann er mikil persóna í augum drengsins og áberandi í frásögninni. Persónuleiki hans gerir það að verkum að nánast allt snýst í kringum hann. Hann krefst bæði athygli og umhyggju. Sævar er ekki blindur á galla pabba síns, sem álítur að hann hafi yfirleitt á réttu að standa og á erfitt með að viðurkenna eigin mistök. Honum mistekst yfirleitt að leika hinn sígilda föður, en drengurinn tekur ekkert til þess. Hann skilur að pabbi hans er ósköp venjuleg persóna með kosti og galla, — getur verið ýmist skemmtilegur, klaufskur eða leiðinlegur. Kuldi og harka fyrirfinnast ekki hjá honum. Náið trúnaðarsambandið á milli þeirra feðga verður því eðlilegt. Oryggið er þó að finna hjá mömmu. . . . best af öllu er þó að koma þreyttur heim og láta mömmu hjálpa sér í mjúkt bólið. (Glaumbæingar . . . bls. 190) Hún er alltaf á sínum stað ef eitthvað bjátar á. Tilveran hlyti að vera tómleg án hennar. Allt í einu hellist yfir mig sú hugsun, að ég væri í sporum pabba. Hvernig liði mér, ef mamma mín hvíldi í þessari hvítu kistu? Mamma mín þessi góða og skilningsríka mamma, sem alltaf hlúir að mér og ég get flúið til með öll vandamál. Eg þori ekki að hugsa það til enda. (Enn er annríkt. . . bls. 136) Móðirin er hæglætismanneskja, en stendur samt á sínu og lætur sem fæst koma sér úr jafnvægi. Það má kannski segja að hún sé ankeri fjölskyldunnar. Hún gengur til verka með bónda sínum, ekki af því að hana langi svo mikið 337
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.