Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 76
Tímarit Máls og menningar
til þess, heldur af því að hennar er þörf. Hún þjónar fjölskyldunni svo til
orðalaust. Þó kemur fyrir að örli á smá uppreisn.
Það væri minnsta kosti óþægilegt, vægast sagt, ef hver þyrfti sinn rétt, segir
mamma. — Þá held ég að tími væri kominn, að ég fengi mér rauða sokka.
(Glaumbæingar . . . bls. 26)
Aðrar persónur eru ekki eins skýrt afmarkaðar, nema yngsta systirin
Sædís. Hún er nokkuð dæmigerður unglingur, sem lætur margt fara í
taugarnar á sér og orðahnippingar þeirra Sævars ganga í gegnum allar bæk-
urnar. Innst inni öfundar Sævar hana að vissu leyti, því að hún á það til að
vera skemmtilega orðheppin.
— Svo þið hafið bara veitt, segir mamma.
— Já, ég fékk þennan eina, segi ég sallarólegur.
— Hann hlýtur að hafa verið dauður og þú húkkað í hann, segir Sædís.
/. . . / Hún er alltaf að þamba kaffi og þess vegna er hún svona geðvond.
(Glaumbæingar . . . bls. 131)
Þessar væringar rista ekki djúpt. Undir niðri þykir þeim vænt hvoru um
annað.
Þetta er nokkuð dæmigerð lágstéttarfjölskylda. Foreldrarnir vinna tvö-
falda vinnu til að hafa fyrir lifibrauðinu. Ekki ber þó mikið á streitu og
börnin líða ekki fyrir. Allir halda sínum persónueinkennum og láta baslið
ekki buga sig.
Þó að árekstrar og átök eigi sér stað í fjölskyldunni, þá er það samvinnan
og skilningurinn sem gilda, þó að tilfinningunum sé ekki flíkað. Krakkarnir
taka fullan þátt í umræðunni um landsins gagn og nauðsynjar. Skoðanir
þeirra eru metnar til jafns við skoðanir þeirra fullorðnu. Allir taka þátt í
bústörfunum og gera sitt gagn án tillits til aldurs og eru metnir samkvæmt
því.
Fyrsta bókin í þessum flokki lofaði góðu. Þar velti sögumaður okkar
hinum ýmsu hlutum fyrir sér, fólki, umhverfi og ólíkum aðstæðum. Um
leið fræddi hann lesendur á því sem hann þekkti best, — ekki með þurri
upptalningu, heldur á lifandi og skemmtilegan hátt.
Bækurnar sem fylgdu í kjölfarið komast þar ekki í hálfkvisti. Þær eru
yfirborðslegri á allan hátt, meiri frásögn, minni dýpt. Áberandi er, hvað
höfundur reynir að vera fyndinn. Vangaveltur drengsins ganga orðið út á
það, að mestu leyti, að vera hnyttnar athugasemdir. Þetta verður til þess, að
bækurnar eru nánast endurtekning hver á annarri. Ekki er heldur lögð eins
mikil rækt við persónurnar og í fyrstu bókinni. Höfundur kafar ekki djúpt í
338