Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 76
Tímarit Máls og menningar til þess, heldur af því að hennar er þörf. Hún þjónar fjölskyldunni svo til orðalaust. Þó kemur fyrir að örli á smá uppreisn. Það væri minnsta kosti óþægilegt, vægast sagt, ef hver þyrfti sinn rétt, segir mamma. — Þá held ég að tími væri kominn, að ég fengi mér rauða sokka. (Glaumbæingar . . . bls. 26) Aðrar persónur eru ekki eins skýrt afmarkaðar, nema yngsta systirin Sædís. Hún er nokkuð dæmigerður unglingur, sem lætur margt fara í taugarnar á sér og orðahnippingar þeirra Sævars ganga í gegnum allar bæk- urnar. Innst inni öfundar Sævar hana að vissu leyti, því að hún á það til að vera skemmtilega orðheppin. — Svo þið hafið bara veitt, segir mamma. — Já, ég fékk þennan eina, segi ég sallarólegur. — Hann hlýtur að hafa verið dauður og þú húkkað í hann, segir Sædís. /. . . / Hún er alltaf að þamba kaffi og þess vegna er hún svona geðvond. (Glaumbæingar . . . bls. 131) Þessar væringar rista ekki djúpt. Undir niðri þykir þeim vænt hvoru um annað. Þetta er nokkuð dæmigerð lágstéttarfjölskylda. Foreldrarnir vinna tvö- falda vinnu til að hafa fyrir lifibrauðinu. Ekki ber þó mikið á streitu og börnin líða ekki fyrir. Allir halda sínum persónueinkennum og láta baslið ekki buga sig. Þó að árekstrar og átök eigi sér stað í fjölskyldunni, þá er það samvinnan og skilningurinn sem gilda, þó að tilfinningunum sé ekki flíkað. Krakkarnir taka fullan þátt í umræðunni um landsins gagn og nauðsynjar. Skoðanir þeirra eru metnar til jafns við skoðanir þeirra fullorðnu. Allir taka þátt í bústörfunum og gera sitt gagn án tillits til aldurs og eru metnir samkvæmt því. Fyrsta bókin í þessum flokki lofaði góðu. Þar velti sögumaður okkar hinum ýmsu hlutum fyrir sér, fólki, umhverfi og ólíkum aðstæðum. Um leið fræddi hann lesendur á því sem hann þekkti best, — ekki með þurri upptalningu, heldur á lifandi og skemmtilegan hátt. Bækurnar sem fylgdu í kjölfarið komast þar ekki í hálfkvisti. Þær eru yfirborðslegri á allan hátt, meiri frásögn, minni dýpt. Áberandi er, hvað höfundur reynir að vera fyndinn. Vangaveltur drengsins ganga orðið út á það, að mestu leyti, að vera hnyttnar athugasemdir. Þetta verður til þess, að bækurnar eru nánast endurtekning hver á annarri. Ekki er heldur lögð eins mikil rækt við persónurnar og í fyrstu bókinni. Höfundur kafar ekki djúpt í 338
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.