Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 77
Guðjón Sveinsson
tilfinningar þeirra, sýnir hlutina einungis á yfirborðinu. Þetta verður eins og
röð af eftirminnilegum atvikum sem hafa verið tengd saman í eina frásögn.
Myndir vantar tilfinnanlega í þessar bækur. Til dæmis vita ekki nærri allir
hvernig sláttuþyrla lítur út, né aðrir hlutir sem Sævar segir frá. Frásögnin
býður líka oftar en ekki upp á skemmtilegar hugmyndir að myndefni, sem
myndi auka gildi sögunnar.
I heildina er þetta fræðandi samtímalýsing, sem vísar beint til atburða og
persóna í þjóðlífinu til að festa frásögnina betur.
Smásögur Guðjóns eru af allt öðrum toga. I þeim miðlar hann af eigin
reynslu og tilfinningarnar fá að njóta sín óhindrað.
Sögunum má skipta í tvennt, annars vegar þær sem gerast í bernskunni,
hins vegar sögur sem gerast á táningsárunum og þá úti á sjó.
Sagan Morgundögg birtist í smásagnasafninu Revesommer og einnig í
Tímariti Máls og menningar (3. hefti, 1982). Hún lýsir lífinu eins og það
blasir við sveitapilti, sem er vakinn fyrir allar aldir til þess að fara niður í
sjávarplássið og vinna við beitningu. Þar kynnist hann ruddalegum karla-
móral, sem ásamt miklu vinnuálagi er að buga hann. Hann hefur minni-
máttarkennd gagnvart þreklegum fermingarbróður sínum, sem djöflast
áfram eins og þeir fullorðnu. Drengurinn hefur yfir höfuð enga löngun til
þess að vinna þarna, en:
„Þú verður að fara að vinna, fermdur maðurinn,“ hafði faðir hans sagt, /. . . /
það var bara einn stór galli á þessari ákvarðanatöku föðurins, drengurinn
hafði ekki áhuga á þessu starfi. Hann ætlaði að verða skáld og þau mátti ekki
hneppa í fjötra innan fjögurra veggja óhrjálegs beitningaskúrs. Þau áttu að
ganga frjáls úti í náttúrunni, hlusta á þyt vindanna og hjal lækjanna, anda að
sér ilmi blómanna og horfa á myndsköpun skýjanna, festa þau áhrif á pappír.
Þar var hugurinn frjáls, en í beitningaskúrnum var hann í eins konar gapa-
stokk. Þar var ekki hægt að hugsa. (Revesommer, 89—90)
Þetta er meginhugsun sögunnar. Drengurinn þráir frelsið, vill ekki sætta sig
við veruleikann og stritið sem honum fylgir. I lok sögunnar leggur hann á
flótta. Hann hleypur í átt til fjalla frá sjónum, — frá veruleikanum til
draumsins.
Sagan Helga kom í smásagnasafninu Gúmmískór með gati og fjallar um
svipað efni, dreng sem sættir sig ekki við hlutina eins og þeir eru. Hann vill
flýja, en gömul kona verður til þess, að hann sættir sig við ríkjandi ástand.
Drengurinn hafði verið sendur á annan bæ um stundarsakir vegna
óknytta heima fyrir.
339