Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 79
Gubjón Sveinsson
hátt. Hvar væri þjóðin á vegi stödd ef þeir eldri væru ekki til að miðla af
fjölbreyttri reynslu sinni?
Hinar sögurnar gerast á sjónum. I Morgundögg kynnist drengurinn að
vísu afbrigði af þeim karlaheimi sem ríkir um borð í bátum, en Stormur á
miðunum er saga úr síldinni, sögð á mergjuðu sjómannamáli. Gallinn við
það er, að margir eru ekki vel heima í því máli og sagan verður þeim fjarlæg
að vissu leyti. An þess myndi frásögnin hins vegar missa marks og verða lit-
laus, allur ferskleiki mundi hverfa. Sagan birtist í safninu Vertu ekki með
svona blá augu.
Söguna segir 15 ára strákur, sem hefur ráðið sig á síldarbát.
Eg hafði ákveðið það sjálfur eftir að hafa heyrt auglýst eftir mönnum á
síldarbát. Eg fann það fyrst nú að með þeirri ákvörðun hafði ég sýnt meiri
kjark en ég taldi mig hafa. /. . . / Kannski blundaði í mér innst inni einhver
ævintýraþrá, einhver metnaður að geta sýnt heiminum að ég gat verið maður
með mönnum, gat tekið ákvarðanir upp á eigin spýtur og staðið mína plikt.
(Vertu ekki. . . bls. 86)
Foráttuveður geisar á miðunum og þeir leita vars í einhverri „kúvíkinni“.
Um borð er það harkan sem gildir, engin miskunn er sýnd, enda erfið vinna
og nákvæm sem inna þarf af hendi. Þessi harka er þó einungis á yfirborðinu.
Um leið og menn geta um frjálst höfuð strokið verða þeir „eðlilegir". Innst
inni eru þetta allt gæðasálir.
Kokkurinn um borð er þrekleg stelpa sem vekur langanir stráksa, sem
hann vill síður kannast við. Hann afþakkar boð skipsfélaganna um að koma
með á ball, sem halda á í landlegunni, mest vegna þess að hann er hræddur
við slagsmál, kann ekki að dansa og hefur aldrei snert stelpu.
Já, ég vissi svo sem að margur drakk í sig kjark til að fara á ball og gefa sig
að stelpum — en líklega hafði ég ekki kjark til þess heldur. Eg var sennilega
mesta gunga. (Vertu ekki. . . bls. 86)
Himinn og haf eru aðalhetjur umhverfisins og fá nýtt líf í lýsingum höf-
undar.
Hvítfextar hrannir æddu upp að ströndinni. Þungur dynur þeirra minnti á fíl-
harmoníusveit í feikna stuði, stormurinn tók undir sem hundrað kontrabass-
ar. Á útfiri og björgum tættust svo bylgjurnar sundur í hvítu löðri. Það
minnti á hvítt, slegið hár. Þetta silfraða hár féll síðan í votan faðm Ægis með
kjökurhljóði. (Vertu ekki. . . bls. 82—3)
Sannfærandi lýsing er gefin á samskiptum stráksins og skipsfélaganna.
341