Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 79
Gubjón Sveinsson hátt. Hvar væri þjóðin á vegi stödd ef þeir eldri væru ekki til að miðla af fjölbreyttri reynslu sinni? Hinar sögurnar gerast á sjónum. I Morgundögg kynnist drengurinn að vísu afbrigði af þeim karlaheimi sem ríkir um borð í bátum, en Stormur á miðunum er saga úr síldinni, sögð á mergjuðu sjómannamáli. Gallinn við það er, að margir eru ekki vel heima í því máli og sagan verður þeim fjarlæg að vissu leyti. An þess myndi frásögnin hins vegar missa marks og verða lit- laus, allur ferskleiki mundi hverfa. Sagan birtist í safninu Vertu ekki með svona blá augu. Söguna segir 15 ára strákur, sem hefur ráðið sig á síldarbát. Eg hafði ákveðið það sjálfur eftir að hafa heyrt auglýst eftir mönnum á síldarbát. Eg fann það fyrst nú að með þeirri ákvörðun hafði ég sýnt meiri kjark en ég taldi mig hafa. /. . . / Kannski blundaði í mér innst inni einhver ævintýraþrá, einhver metnaður að geta sýnt heiminum að ég gat verið maður með mönnum, gat tekið ákvarðanir upp á eigin spýtur og staðið mína plikt. (Vertu ekki. . . bls. 86) Foráttuveður geisar á miðunum og þeir leita vars í einhverri „kúvíkinni“. Um borð er það harkan sem gildir, engin miskunn er sýnd, enda erfið vinna og nákvæm sem inna þarf af hendi. Þessi harka er þó einungis á yfirborðinu. Um leið og menn geta um frjálst höfuð strokið verða þeir „eðlilegir". Innst inni eru þetta allt gæðasálir. Kokkurinn um borð er þrekleg stelpa sem vekur langanir stráksa, sem hann vill síður kannast við. Hann afþakkar boð skipsfélaganna um að koma með á ball, sem halda á í landlegunni, mest vegna þess að hann er hræddur við slagsmál, kann ekki að dansa og hefur aldrei snert stelpu. Já, ég vissi svo sem að margur drakk í sig kjark til að fara á ball og gefa sig að stelpum — en líklega hafði ég ekki kjark til þess heldur. Eg var sennilega mesta gunga. (Vertu ekki. . . bls. 86) Himinn og haf eru aðalhetjur umhverfisins og fá nýtt líf í lýsingum höf- undar. Hvítfextar hrannir æddu upp að ströndinni. Þungur dynur þeirra minnti á fíl- harmoníusveit í feikna stuði, stormurinn tók undir sem hundrað kontrabass- ar. Á útfiri og björgum tættust svo bylgjurnar sundur í hvítu löðri. Það minnti á hvítt, slegið hár. Þetta silfraða hár féll síðan í votan faðm Ægis með kjökurhljóði. (Vertu ekki. . . bls. 82—3) Sannfærandi lýsing er gefin á samskiptum stráksins og skipsfélaganna. 341
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.