Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar Þetta er hörð, en meinfyndin saga, — ekkert væl um unglinga, strákurinn er tekinn sem jafningi um borð. Hundavakt er einnig saga úr síldinni. Yfir henni er meiri ró en þeirri fyrri, engin átök eiga sér stað við Ægi konung eða Kára, — það er besta veður. Þeir Táningur og Gráskeggur eru saman á hundavaktinni. Það gerist svo sem ekkert merkilegt, utan það, að þeir ræða saman um rök tilverunnar. I þessu samtali kemur þó fram heil lífssaga. Þarna eru líkindi við Helgu, sá eldri miðlar þeim yngri af reynslu sinni. Það koma fram ólík sjónarmið tveggja kynslóða. Sá yngri hugsar um það eitt að komast í land, sér lítinn til- gang í því að eyða dýrmætum tíma á sjónum. Eg fer ekki á síld aftur, aldrei á sjó meir. Fjandinn hafi það. Það er eins og í fangabúðum. (Haukur í horni, bls. 89 — 90) Sá gamli man tímana tvenna og þó að hugur hans hafi einhvern tíma staðið til þess að hætta, þá varð aldrei neitt úr því og nú er hann: Orðinn of gamall til að hætta, er líka að verða of gamall til að vera með. Þá verður manni sparkað eins og einskis nýtum hlut. Og hvað hefur maður svo borið úr býtum? Ekkert nema timburmenn og samviskubit yfir því að hafa eitt sinn átt konu í landi sem maður gleymdi. Lífið er búið og þó staðið í sömu sporum og fyrir 40 árum. (Haukur í horni, bls. 93) Þessi saga er ólík hinum fyrri að því leyti, að hún er ekki sögð í fyrstu persónu. Við það skapast viss fjarlægð, lesandinn verður ekki eins mikill þátttakandi. Ekki er heldur lögð eins mikil rækt við persónurnar, lesandinn kynnist þeim aðeins í gegnum það sem þær segja, hugsunum og tilfinning- um er ekki flíkað. Þó fáum við furðu heilsteypta mynd af þeim félögum. Um hinar sögurnar gegnir öðru máli, vitneskjan takmarkast við eina persónu. Allar eru sögurnar um drengi sem taka út þroska á einhvern hátt, öðlast nýja vídd í reynsluheiminn. Þeir eiga það einnig sameiginlegt, að mamma þeirra er sú persóna sem stendur huga þeirra næst. Til hennar leitar hugurinn þegar eitthvað bjátar á, hún er hinn fasti punktur í tilverunni. Þar sem drengirnir eru í sögumiðju, mæðir töluvert á þeim, en höfundi tekst að gera úr þeim einkar trúverðugar persónur, sem eru auðugar að hugsunum og tilfinningum er fá að leika lausum hala án allra hafta. Eg held að ekki sé hallað á neitt þegar fullyrt er, að smásögur Guðjóns muni vera það besta sem hann hefur sent frá sér til þessa. Þær eru einlægar, fullar af tilfinningum og viðhalda trúnni á lífið. Sögur Guðjóns eiga það sameiginlegt að vera heldur langdregnar á köfl- um, einkum í náttúrulýsingum, þá er hann oft ljóðrænn í lýsingum, einkum 342
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.