Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 82
Anna Sigríður Guðmundsdóttir Elías kraftaverkamaður Elías var upphaflega sjónvarpsstjarna í Stundinni okkar og öðlaðist strax miklar vinsældir áhorfenda. Samkvæmt tíðarandanum sem krefst afþreying- ar og markaðslögmálinu var vinsældunum síðan fylgt eftir með útgáfu bóka um þennan sama Elías. Fyrsta bókin, „Elías" (1983), er eftir Auði Haralds og Valdísi Oskarsdóttur, en tvær hinar seinni eftir Auði eina: „Elías í Kanada“ (1984), og „Elías á fullri ferð“ (1985). Bækurnar eru allar gefnar út af Iðunni. Það er einkenni á Elíasarbókunum hve mjög höfundur leitast við að vera fyndinn. Honum tekst líka oft bráðvel upp. Persónur og samfélag Aðalpersónan Elías er um það bil tólf ára gamall. Hann segir sjálfur söguna. Persónur eru fáar, auk Elíasar eru það foreldrar hans, tvær ömmusystur, nágrannar í Kanada, rússneskrar ættar, tveir vinir Elíasar, Simbi á íslandi og Jón Indíánadrengur í Kanada. Fleiri koma þó við sögu, sérstaklega í síðustu bókinni. Persónurnar eru allar farsakenndar týpur. I fyrStu bókinni eru aðalpersónurnar kynntar. Móðirin Elva er tannsmið- ur, faðirinn Guðmundur er brúarverkfræðingur, ögn spældur yfir að hafa ekki fengið að brúa Skeiðarársand. Til að ráða bót á særðu stolti heim- ilisföðurins leitar fjölskyldan til Kanada því þar er nóg að brúa. Sögusvið fyrstu bókarinnar er Island en hinna tveggja Kanada. Móðursystur Elvu, Magga móða og Hildigunnur kölluð Hilda, eru ógiftar og barnlausar, full- trúar hinna velþekktu frænkna sem eru tilbúnar að ráðskast með þau öll, ekki síst Elías — reyndar í óþökk þolendanna. Sérstaklega á þetta þó við um Möggu enda er hún eitt af stærstu vandamálum fjölskyldunnar. Það kemur alltaf í hlut Elíasar að greiða úr flækjunni sem Magga móða skapar. Elías er ákaflega þroskaður miðað við aðrar persónur í bókunum, allt að því yfirnáttúrulegur, einna líkastur súpermanni. Það eru Simbi og Jónlíka. Það eru m. ö. o. börnin sem eru fulltrúar skynseminnar. Fullorðna fólkið klúðrar hinsvegar öllu og kemur sér stöðugt í vandræði. Einstök söguefni eru vel þekkt úr daglega lífinu en bara ýkt. Elías er ómissandi fyrir foreldra sína. Hann er endalaust látinn um vandasöm verkefni eins og að skýra út fyrir Möggu að hennar sé ekki þörf. I 344
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.