Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar unum, einungis það sem er fyndið er dregið fram en annað látið liggja milli hluta. Eins og áður er sagt er Elías ákaflega þroskaður drengur og það sést ekki síst á málfari hans. Elías er sjálfur sögumaður en sumar lýsingar er erfitt að heimfæra upp á barn á hans aldri. Dæmi: „Veðrið er svo gott, sólin var öll að ná sér eftir veturinn og var ekki lengur föl og lasin, heldur hlý og hraust" (Elías III, 17). Helsti galli Elíasar er kannski sá að hann er hetja og verður ekki annað. Hann er óraunverulegur drengur sem fæst við óraunverulega erfiðleika. Vandamálin sem upp koma eru afmarkaðar tímabundnar flækjur sóttar í heim fullorðna fólksins, — en bara magnaðar upp og ýktar handa Elíasi að leysa þær; það sem veldur venjulegu fólki erfiðleikum eins og t. d. að flytjast til annars lands er Elíasi ofur auðvelt. Algengt er að börn í nýju landi einangrist vegna tungumálaörðugleika, en Jón bíður úti í skógi þegar Elíasi dettur í fyrsta skipti í hug að fara út og þeir taka þegar í stað upp hressilegar samræður rétt eins og eitt alheimsmál gilti. Elías er langt frá því að vera meðalbarn. Vandamál eru einungis tæki til að sanna hetjuskap hans, hjá honum sjálfum verða engin vandamál til. Stíll Eru þá bækurnar um Elías gallagripir? Hvaða hlutverk skyldi höfundur ætla þeim? Eg hygg að það hafi fyrst og fremst verið afþreying og skemmtun fyrir börn og unglinga. Stíll bókanna er aðalsmerki þeirra og er hann í samræmi við hlutverkið einstaklega fyndinn. Hann mótast af bröndurum, fyndnum tilsvörum og atvikalýsingum. Það er hægt að hlæja upphátt á svo til hverri blaðsíðu sem er óneitanlega góður eiginleiki bókar, og hefur sjálf- stætt gildi. Auður hefur næmt auga fyrir spaugilegum hliðum tilverunnar og á létt með að koma því til skila í sögu. Lesendur sögunnar hlæja að fólki með Elíasi. Allt er séð út frá sjónar- horni hans sem sögumanns og eftir þeim lýsingum sem Elías gefur geta persónurnar ekki orðið annað en hlægilegar. Stílbrögðin sem Auður notar eru þó nokkuð á einn veg. Ykjur einkenna allar sögurnar. Um það má taka dæmi af Möggu móðu þegar hún gerði ráðstafanir, áður en þau Elías fluttust búferlum til Kanada, til að koma í veg fyrir að kuldar yrðu þeim að fjörtjóni þar. Fyrir utan „þjóðlegt smáræði“ s. s. ullarnærboli og lopapeysur, vildi hún að þau tækju með sér nokkrar gærur í sauðalitunum, auk þess einn hreindýrsfeld og eina hrosshúð. Ýkjur af öðru tagi: „Þau horfðu út um gluggann, drukku fjörutíu bolla af kaffi og litu aftur á klukkuna" (Elías II, 101). 346
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.