Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 93
Þegar örlagavindarnir blésu
um, snýr því í nokkra hringi og horfir á bílrúðuna sem skrúfast upp.
Vegna hrollsins sem sáldrast finnur hann hvernig geirvörturnar
stirðna upp, stirðna upp og verða stinnar, og eitt augnablik, áður en
hann á nýjan leik nær öruggum höndum utan um stýrið og hallar sér
fram til að hækka hitann í miðstöðinni, er sem augu hans, galopin
brún augun, horfi inní annan heim.
Einsog ofsjónir stígi uppúr sálardjúpunum.
Einsog ósýnilegar verur birtist.
Við hliðina á Nikulási, í svartri kápu og pilsi sem bylgjast upp eftir
löppunum, situr Nanna, augliti til auglitis við sjálfa sig í bílspeglin-
um, á meðan hún með mjóum fíngerðum fingrum lagar á sér ljóst,
lítillega uppsett hárið sem gusturinn hlýtur að hafa ruglað úr
skorðum sínum.
Fyrir utan fölvann sem skyndilega lagðist yfir drætti þess, hvílir
einhver dapurlegur en seiðandi blær yfir andliti hennar og framundan
við augum þeirra beggja blasir aðalbrautin.
V
Dekkin rúlla hraðar hraðar.
Ein af annarri líða hvítu línurnar burt í flögnuðum blettum.
Hraðar.
A meðan malbikið rennur einsog svartur draumur.
Rennur framhjá háhýsum, framhjá verslununum, framhjá stofn-
unum.
Ein af annarri líða línurnar, líða eftir aðalbrautinni sem í líki
langrar slöngu hlykkjast út úr miðbænum.
Aður en hún yfirgefur borgina, áður en aðalbrautin líður burt og
heldur áfram langt langt útí sveitir hins dimma myrkurs, já einsog
útlínur borgarkortsins í símaskránni glögglega sýna:
Af og til beygir hún útaf, fyrir götuhorn, sem í gegnum tíðina hafa
vaxið einsog limur út úr slöngunni.
Við eitt þeirra, næst innsta götuhornið þar sem beygt er inní
hverfið, þangað sem Nikulás og Nanna eru á leiðinni, þar segir sagan
að ýmislegt sé á kreiki, en þar fórst eitt sinn maður fyrir langa löngu,
355