Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 96
Tímarit Máls og menningar sína og hetjulund á meðan þau í svalri júnínóttinni þræddu fjöruna þar sem sandhólarnir stóðu. Hver veit, kannski hefur hann haft einhverja óperu úr útlendri óperuhöll í huga og rámað þar í einhvern hugsjúkan mann með hár- kollu. Hver veit, kannski. Allavega og þó Nanna reyndi að stöðva hann, þá stökk hann án allra málalenginga, fífldjarfur og hvergi banginn, ofanaf einum slík- um sandhól út í kaldan sjóinn, þarsem hann eftir drjúgan sundsprett en síðan vegna arfgengrar kulvísi og næturgölts í blautum fötum fékk heilahimnubólgu er skömmu síðar dró hann til dauða. Það var í kjölfar þeirrar sorgar sem dauði Jakobs var henni að hinn dapurlegi en seiðandi blær lagðist yfir andlit Nönnu, sami blærinn og nú sést í bílspegli sem ferðast með sögu sína eftir aðalbrautinni, en öllum, bæði þeim sem til þekktu og af vissu en líka öðrum, var Jakob harmdauði. Blöðin birtu af honum stórar myndir í sorgarramma og frá Dóm- kirkjunni var gerð vegleg útför þar sem tónskáld og listavinir báru blómum skrýdda kistuna, en hún var rétt sigin ofaní gröfina og veigar erfidrykkjunnar tæpast þornaðar í kverkunum þegar tilkynnt var um stofnun minningarsjóðsins sem að ári liðnu stóð fyrir útgáfu á hljómplötu með bæði tónsmíðum eftir Jakob og píanóupptökum er höfðu verið hljóðritaðar meðan hann lifði. Þarf að taka það fram að í kjallaraíbúðinni heima hjá Nikulási og Nönnu hefur engri hljómplötu jafnoft verið brugðið á fóninn og á enga hlýtt í jafn þögulli andakt, enda var það ekki bara Nanna sem með dauða Jakobs upplifði þá sviplegu sorg að missa elskhuga sinn heldur átti Nikulás ekki síður um sárt að binda því hann og enginn annar en hann var tvíburabróðirinn sem að kvöldi hinnar dapurlegu nætur hafði haldið stúdentsveislu sína með pomp og pragt. VII Einsog græn ljós verða gul, einsog gul ljós verða rauð, þannig breyt- ast rauð ljós í gul og gul í græn. 358
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.