Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar
sína og hetjulund á meðan þau í svalri júnínóttinni þræddu fjöruna
þar sem sandhólarnir stóðu.
Hver veit, kannski hefur hann haft einhverja óperu úr útlendri
óperuhöll í huga og rámað þar í einhvern hugsjúkan mann með hár-
kollu.
Hver veit, kannski.
Allavega og þó Nanna reyndi að stöðva hann, þá stökk hann án
allra málalenginga, fífldjarfur og hvergi banginn, ofanaf einum slík-
um sandhól út í kaldan sjóinn, þarsem hann eftir drjúgan sundsprett
en síðan vegna arfgengrar kulvísi og næturgölts í blautum fötum fékk
heilahimnubólgu er skömmu síðar dró hann til dauða.
Það var í kjölfar þeirrar sorgar sem dauði Jakobs var henni að hinn
dapurlegi en seiðandi blær lagðist yfir andlit Nönnu, sami blærinn og
nú sést í bílspegli sem ferðast með sögu sína eftir aðalbrautinni, en
öllum, bæði þeim sem til þekktu og af vissu en líka öðrum, var Jakob
harmdauði.
Blöðin birtu af honum stórar myndir í sorgarramma og frá Dóm-
kirkjunni var gerð vegleg útför þar sem tónskáld og listavinir báru
blómum skrýdda kistuna, en hún var rétt sigin ofaní gröfina og
veigar erfidrykkjunnar tæpast þornaðar í kverkunum þegar tilkynnt
var um stofnun minningarsjóðsins sem að ári liðnu stóð fyrir útgáfu á
hljómplötu með bæði tónsmíðum eftir Jakob og píanóupptökum er
höfðu verið hljóðritaðar meðan hann lifði.
Þarf að taka það fram að í kjallaraíbúðinni heima hjá Nikulási og
Nönnu hefur engri hljómplötu jafnoft verið brugðið á fóninn og á
enga hlýtt í jafn þögulli andakt, enda var það ekki bara Nanna sem
með dauða Jakobs upplifði þá sviplegu sorg að missa elskhuga sinn
heldur átti Nikulás ekki síður um sárt að binda því hann og enginn
annar en hann var tvíburabróðirinn sem að kvöldi hinnar dapurlegu
nætur hafði haldið stúdentsveislu sína með pomp og pragt.
VII
Einsog græn ljós verða gul, einsog gul ljós verða rauð, þannig breyt-
ast rauð ljós í gul og gul í græn.
358