Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 99
Þegar örlagavindarnir blésu Og myrkur, myrkur sem svífur. Eftir aðalbrautinni renna bíldekk, svartir hjólbarðar sem rúlla. Um líkama leika straumar, eftir æðum skjótast gneistar og inní bílnum, um loftið inní bílnum svífur ljósgrár tóbaksreykur, liðast í litlum bólstrum, hringlaga skýjum og hjörtum á milli rauðra vara og strax þegar Nikulás, með hendur á stýri bílsins, sveigir inn stóru bogadregnu beygjuna á aðalbrautinni koma hverfisblokkirnar í ljós. Þær sjást í gegnum framrúðu bílsins með kumbaldaleg steinhús allt í kringum sig og í fullu samræmi við klukkurnar sem tifa með sekúndum sínum inná ný blöð í dagatölum eru ljósin í gluggum þeirra á hraðfleygum flótta inní svefninn. A meðan Nanna sýgur að sér tóbaksreykinn úr filtergulum enda sígarettunnar og gul glóðin lýsist upp, finnur Nikulás hann líða fyrir vit sér og svífa í kringum augun svo stjörnurnar, ljósblá sjáöldrin verða þokukennd og svífa um í móðu á meðan malbikið bylgjast líkt- og draumar þess ætli úrskeiðis. Þess vegna, einsog hann haldi að við það gufi innilokunarkenndin upp; grípur Nikulás með vinstri hendinni um losaralegt handfangið, snýr því og skrúfar bílrúðuna niður og þegar Nanna teygir sig fram og drepur í sígarettunni er hún að hugsa um leið og hún sér glóðina slokkna í öskubakkanum, einsog svo oft þegar hún sér glóðir slokkna, að kannski sé þetta síðasta sígarettan og kannski, en þá án þess að hún nái að hugsa þá hugsun til enda, því þá er einsog hinir huldu vindar láti enn á ný til skarar skríða og með snöggum hvin brýst hrollkaldur gusturinn aftur inn um opna bílrúðuna þar sem Nikulás, með hendur á stýri bílsins, finnur hvernig hann löðrungar þau, kinnar þeirra, augu nef og varir, og flýtir sér; á meðan kuldinn þrýstir sér gegnum hársvörðinn og hrollurinn sáldrast niður hálsmál- ið, flýtir hann sér og ætlar að skrúfa bílrúðuna upp, en svo mikill er flýtirinn og ákafur að í stað þess að snúa handfanginu rykkir hann því til og kippir svo fast í það að skrúfurnar tvær, þær losna og falla niður á bílgólfið um leið og handfangið dettur af. Eru það ofsjónir sem stíga uppúr sálardjúpunum eða birtast hér ósýnilegar verur, jafn raunverulegar og hrollurinn þegar hann sáldr- ast, geirvörturnar sem stirðna og brún starandi augun. TMM VII 361
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.