Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 105
Vondur strákur
tónleika ný lög og tilfinningar, aldrei stoppa eða verða iðjulausir. í
rauninni hugsuðum við aldrei, létum bara verk andartaksins ráða. . .
Hugmyndir og aðferðir „pönksins“ birtust þannig vel í Purrki
Pillnikk, en það einkenndist af uppreisn gegn öllum viðteknum hefð-
um í listum, stjórnmálum og lífsmáta. „Pönkið“ þótti um margt
minna á Dadaismann og lýsa eftirfarandi slagorð úr Dadastefnu-
skrám Tristan Tzara vel tónleikum Purrks Pillnikks:
Tónlistarmenn mölvið blind hljóðfæri ykkar á sviðinu!
Hugsunin verður til í munninum!
Kýlið ykkur í andlitið og dettið niður dauð!
Purrkur Pillnikk var aðeins ein af fjölmörgum hljómsveitum sem
spruttu upp á þessum tíma, en mér sýnist að í tónlist þeirra og textum
séu þessar hugmyndir hvað skýrastar og frumlegastar. A plötum
hljómsveitarinnar á Einar Orn um það bil fjörutíu texta en nokkrir
eru eftir Friðrik og Braga sem hefur í seinni tíð snúið sér í ríkara mæli
að ljóðagerð.
Ahugi minn á textum Einars Arnar vaknaði þegar ég hafði leitað án
árangurs að skáldi af minni kynslóð sem notaði daglegt talmál í
ljóðum sínum og ynni úr borgarmenningunni. I textum Einars Arnar
fann ég hvort tveggja og einnig komu þeir heim og saman við ýmsar
hugleiðingar mínar um ljóðlistina.
En eru textarnir ljóð? Eg held að ekki leiki nokkur vafi á því að
þeir eru skyldari ljóðum en hefðbundnum söngtextum. Og það sem
meira er, mér finnst margt í aðferðum Einars Arnar geta verið
skáldum til fyrirmyndar. Hann birtir eiginleika lifandi skálds/lista-
manns.
Ljóðið á upptök sín í manneskjunni. Það verður til vegna samspils
hennar og veruleikans. Ljóðið er verksummerki um þau samskipti.
Ljóðið er sýnishorn af tungumáli og hugsun þess tíma sem það
verður til á. Skáldið er hver sá sem tekur að sér að spegla samfélagið
sem einstaklingur. Ljóðin eru skilaboð frá heildinni til eininganna.
Skáldið upplifir því martraðir og drauma veruleikans til jafns. Það
gengur í gegnum allt, setur sig á oddinn, verður aðgengilegt og er
fyrst og fremst til staðar. Þannig er það óumflýjanlegt að í ljóðinu
367