Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 119
Tímarit Máls og menningar Réttlœti og trúarsannindi útvíkkun á sannleikshugtakinu miðað við „venjuleg sannindi" (þótt hún komi þeim heilmikið við), en sú útvíkkun er nauðsynleg ef sannleikurinn á að koma að einhverju gagni í siðferðilegri umræðu. Og sú siðferðilega krafa að sannleikurinn, „og helzt af öllu allur sannleikurinn"19 um fólk fái að koma í ljós er „kerygmatísk“ en ekki „vísindaleg“ í þeim skilningi sem Gunnar Kristjánsson notar þessi hugtök.20 Þar með er ekki sagt að hún eigi ekki við rök að styðjast, heldur að hún kalli okkur til ákvördunar um líf okkar og breytni. Kristnir menn lifa í þeirri von, að réttlætið nái fram að ganga á „efsta degi“. Þorsteinn vitnar í nafna sinn Erlingsson: Eg trúi því sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni; og þér vinn ég, konúngur, það sem ég vinn, og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni.21 Sannleikskrafa Þorsteins er því ekki bara „kerygmatísk“; hún er „eskató- lógísk“ að auki.22 Sannleikurinn er hans Guð, því á honum byggir hann von sína, traust og bjartsýni. En það er ekki kristin trú, nema „konúngurinn“ sé Kristur. En sannleikskrafan er vandmeðfarin. Gregers í Villiöndinni taldi sig hafa höndlað sannleikann. Hann viðurkenndi ekki takmarkanir sínar, reiddi sig á fullkomnun annarra og settist í dómarasæti yfir þeim með „hugsjónina" á lofti. Sannleikurinn um faðerni Hedvigar skiptir minnstu máli um það hver hún er, en það eru engu að síður einföld og óbrotin sannindi. Hættan felst í því að menn gerist þrælar slíkra sanninda á kostnað þjónustunnar við lífið og náungann. Sannleikurinn kann að virðast einfaldur þegar horft er fram veginn til jafnaðar og bræðralags, en í margbreytileik mannlegra aðstæðna liggur hann ekki alltaf í augum uppi. Þetta eru þau almennu sannindi sem leikrit Ibsens leiðir í ljós. En ef til vill er það Jóhannes úr Kötlum sem sýnir okkur best fram á mikilvægi trúarinnar á að draumur okkar um sannleika og réttlæti muni rætast: Fagra Blekking ofsótta drottning Hillingalandsins: hvernig get ég lifað án þín? Ef ég hlýðnast kröfu Yfirdómarans og svelti þig til bana í dýflissu staðreyndanna 381
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.