Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 123
Helgi Skúli Kjartansson Hverju jók Ari við íslendingabók? Þegar Ari fróði sýndi frumgerð Islendingabókar biskupunum og Sæmundi presti, „líkaði“ þeim „svo að hafa eða þar viður auka,“ enda segist Ari í seinni gerðinni hafa aukið bókina „því er mér varð síðan kunnara og nú er ger sagt á þessi en á þeirri." Samt hafði hann ekki getað stillt sig um að sleppa tveimur efnisþáttum (eða köflum), áttartölu og konungaævi. Og nú- tímalesandi á ekki alls kostar auðvelt með að hugsa sér frumgerðina miklu stuttaralegri en hina varðveittu. Eftir því sem fræðimenn hugsa sér konunga- ævi og áttartölu, mætti helst ætla að bókin hafi fremur styst en lengst við endurskoðunina, og það hefur nú varla verið ósk biskupanna og Sæmundar. Eða er kannski einhver verulegur þáttur íslendingabókar sem líkur séu til að orðið hafi til við endurskoðunina? Fyrir niðurstöðu um slíkt eru rökin torfundin. Helst er að leita til Snorra, formálans að Heimskringlu, sem er langgleggsti vitnisburðurinn um Islendingabók eldri. En gætum þess, áður en við lesum formálann, að Snorri er ekki endilega að miða eingöngu við Islendingabók eldri þegar hann lýsir sagnaritun Ara. A öðrum stað nefnir Snorri bækur Ara í fleirtölu, og bendir Jakob Bene- diktsson á að þar kunni hann að eiga við báðar gerðir íslendingabókar. Enda væri einkennilegt ef Snorri hefði látið varðveittu gerð íslendingabókar fram hjá sér fara. Og raunar er eitt atriði í formálanum sem unnt er að skilja sem samanburð á eldri og yngri gerðinni. Ari á að hafa sagt „frá lögsögumönnum, hversu lengi hver hafði sagt, og hafði það áratal fyrst til þess er kristni kom á Island, en síðan allt til sinna daga.“ I hinni varðveittu Islendingabók er „það áratal" óneitanlega haft allt til daga Ara, en ekki með þeim hætti að það skiptist neitt um kristnitökuna. Heldur er það haft fyrst til 969 (í 3. kafla), síðan til 1001 (í 5. kafla, þ. e. fram yfir kristnitöku, en hún kemur ekki við sögu fyrr en tveimur köflum síðar), þá til 1062 (í 8. kafla), síðan til 1083 (í 9. kafla), þá til 1107 (í 10. kafla) og loks til 1134 (síðar í sama kafla, upprunalega að líkindum aðeins til 1122). Orð Snorra: „fyrst til þess er kristni kom á ísland, en síðan allt til sinna daga“, geta ekki með góðu móti átt við þessa niðurskipan. Þau gætu táknað að lögsögumannatalinu hafi verið öðru vísi fyrir komið í eldri gerðinni. En í ummælunum um hvað Ari gerði „fyrst“ og „síðan“ gæti líka verið fólginn samanburður á eldri og yngri gerðinni: í Islendingabók eldri hafi lögsögu- mannaróbin aðeins náð fram yfir kristnitöku, afgangurinn sé viðauki í seinni 385
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.