Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 123
Helgi Skúli Kjartansson
Hverju jók Ari við íslendingabók?
Þegar Ari fróði sýndi frumgerð Islendingabókar biskupunum og Sæmundi
presti, „líkaði“ þeim „svo að hafa eða þar viður auka,“ enda segist Ari í
seinni gerðinni hafa aukið bókina „því er mér varð síðan kunnara og nú er
ger sagt á þessi en á þeirri." Samt hafði hann ekki getað stillt sig um að
sleppa tveimur efnisþáttum (eða köflum), áttartölu og konungaævi. Og nú-
tímalesandi á ekki alls kostar auðvelt með að hugsa sér frumgerðina miklu
stuttaralegri en hina varðveittu. Eftir því sem fræðimenn hugsa sér konunga-
ævi og áttartölu, mætti helst ætla að bókin hafi fremur styst en lengst við
endurskoðunina, og það hefur nú varla verið ósk biskupanna og Sæmundar.
Eða er kannski einhver verulegur þáttur íslendingabókar sem líkur séu til
að orðið hafi til við endurskoðunina? Fyrir niðurstöðu um slíkt eru rökin
torfundin. Helst er að leita til Snorra, formálans að Heimskringlu, sem er
langgleggsti vitnisburðurinn um Islendingabók eldri.
En gætum þess, áður en við lesum formálann, að Snorri er ekki endilega
að miða eingöngu við Islendingabók eldri þegar hann lýsir sagnaritun Ara.
A öðrum stað nefnir Snorri bækur Ara í fleirtölu, og bendir Jakob Bene-
diktsson á að þar kunni hann að eiga við báðar gerðir íslendingabókar. Enda
væri einkennilegt ef Snorri hefði látið varðveittu gerð íslendingabókar fram
hjá sér fara. Og raunar er eitt atriði í formálanum sem unnt er að skilja sem
samanburð á eldri og yngri gerðinni.
Ari á að hafa sagt „frá lögsögumönnum, hversu lengi hver hafði sagt, og
hafði það áratal fyrst til þess er kristni kom á Island, en síðan allt til sinna
daga.“
I hinni varðveittu Islendingabók er „það áratal" óneitanlega haft allt til
daga Ara, en ekki með þeim hætti að það skiptist neitt um kristnitökuna.
Heldur er það haft fyrst til 969 (í 3. kafla), síðan til 1001 (í 5. kafla, þ. e. fram
yfir kristnitöku, en hún kemur ekki við sögu fyrr en tveimur köflum síðar),
þá til 1062 (í 8. kafla), síðan til 1083 (í 9. kafla), þá til 1107 (í 10. kafla) og
loks til 1134 (síðar í sama kafla, upprunalega að líkindum aðeins til 1122).
Orð Snorra: „fyrst til þess er kristni kom á ísland, en síðan allt til sinna
daga“, geta ekki með góðu móti átt við þessa niðurskipan. Þau gætu táknað
að lögsögumannatalinu hafi verið öðru vísi fyrir komið í eldri gerðinni. En í
ummælunum um hvað Ari gerði „fyrst“ og „síðan“ gæti líka verið fólginn
samanburður á eldri og yngri gerðinni: í Islendingabók eldri hafi lögsögu-
mannaróbin aðeins náð fram yfir kristnitöku, afgangurinn sé viðauki í seinni
385