Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 130
Tímarit Máls og menningar far unglinganna í sögunni kemur heim og saman við reynsluheim þeirra. Aðalsmerki Auðar er óvenju magnað- ur ýkjustíll sem nýtur sín vel hér. Nafn bókarinnar er líka nýstárlegt og vekur forvitni. Það lýsir vel átökum þeirra mæðgina. A kápu er ljósmynd af þremur unglingum á tali við lögregluþjón. Einn þeirra hefur sig mest í frammi og gæti útlit hans og látbragð hæglega átt við Konráð. Kostur við bókina er að ekki er fléttað inn í frásögnina unglingavandamáli af alvarlegra tagi. Auður sýnir að það er nægur vandi fyrir ungling að horfast í augu við umhverfi sitt og umheiminn. Gjarnan hefði mátt koma inn á ný- vaknaða kynhvöt Konráðs en hjá allri slíkri umræðu er sneitt ef frá er talið þegar Konráð spyr Lillu hvort hún sé á pillunni. Ekkert annað gefur til kynna að samband þeirra sé líkamlega náið. Þegar skoðað er undir yfirborð ýkju- stíls, hnýfilyrða og fyndni, kemur í ljós að hér er á ferðinni trúverðug ungl- ingasaga. Lesandinn fylgir Konráði gegnum fáeinar vikur á umbrotaskeiði. Skoða má þau átök sem nokkurs konar þrautagöngu sem hann verður að fara á enda áður en hann hlýtur vígslu og er tekinn með í samfélag fullorðinna. Agreiningurinn er mikill en skilur ekki eftir sig djúp ör. Konráð má teljast fulltrúi þeirra uppreisnargjörnu ungl- inga sem enda með því að falla inn í ramma samfélagsins. En áður en það gerist verður hann að endurskoða ríkj- andi gildi og mynda sér sínar eigin skoð- anir. Sagan skemmtir lesendum af báðum kynjum, unglingum sem fullorðnum, og kemur þeim til að sjá eigið „stríð" í skoplegu ljósi. Gubríbur Lillý Gubbjömsdóttir EKKI KJAFTA FRÁ Höf. Helga Agústsdóttir, Iðunn 1985. Ekki kjafta frá eftir Helgu Agústsdóttur fjallar um unglinga í 9. bekk grunnskóla og er sagan sögð út frá sjónarhóli aðal- persónunnar, Eddu, til skiptis í fyrstu og þriðju persónu. Frásögninni er skipt niður í 12 kafla, og hefst hver kafli á frásögn úr daglegu lífi Eddu, foreldra hennar og vina. Seinni hluti hvers kafla (nema 12. kafla) er í dagbókarformi, þar sem Edda lýsir nánar atburðunum sem gerst hafa á undan, ásamt hugleiðingum um lífið og tilveruna. Með þessum skiptum í frásagnaraðferð gerir höfund- ur tilraun til þess að komast nær aðalper- sónu og lesanda. Dagbókin á að undirstrika hræringar sem eiga sér stað í tilfinningalífi Eddu, m. a. einsemd og sjálfsóánægju, hugsan- ir um ástina og dagdrauma þar að lút- andi ásamt bitrar tilfinningar í garð for- eldranna sem þegja með henni þegar tækifæri gefast til samvista. Dagbókin sýnir hvernig Edda misskilur gjarnan og mistúlkar atburði líðandi stundar, svo og óréttmæta dómhörku í garð vina og foreldra. En Edda veit ekki betur, a. m. k. ekki til að byrja með, hún lýsir hlutunum eins og hún sér þá og það er að sjálfsögðu eðlilegt. I upphafi bókarinnar verður Edda fyrir því áfalli að Dísa — ein besta vin- kona hennar — er staðin að því í partýi að læsa sig inni í herbergi með Palla, stráknum sem Edda er skotin í. Edda verður alveg miður sín og heitir því að tala aldrei framar við Dísu; Þessi djöfuls Dísu-hóra. Ég tala aldrei við hana aftur. Aldrei, aldrei, aldrei. (bls. 26) 392
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.