Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 131
Þetta atvik verður til þess að Edda sem venjulega er kát og hress, dregur sig inn í skel og gengur um með fýlusvip, hinum stelpunum til skapraunar. Ekki bætir það úr skák að Gréta æskuvinkona hennar er byrjuð að vera með strák og hefur gleymt að segja Eddu frá því: Gréta er farin að vera með Sigga Valda. Og hún hefur ekki einu sinni nefnt það við mig fyrr en í dag. Mikið að maður þurfti ekki að toga það út úr henni með töngum. (Bls. 44) Edda er afbrýðisöm og full sjálfsmeð- aumkunar, bólurnar á enninu eru að gera hana brjálaða, hún er sígrátandi og alveg úti á þekju í skólanum. Astandið á heimilinu er heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Pabbi hennar er á stöðugum „fundum", og „mamma er á fullu í snobbinu" (bls. 74). Þau nenna aldrei að gera neitt skemmtilegt og Edda nær engu sambandi við þau. Mamma hennar er gjörsamlega lokuð og sýnir engan skilning, úr þeirri átt fær Edda ekkert nema yfirheyrslur og ávítur. Og þegar hún leitar á náðir pabba síns með vandamál sín stendur allt í henni og hún getur aðeins stunið því upp að hana langi í peysu. En það er gefið í skyn að áður en Hulda systir hennar dó í út- löndum hafi heimilislífið verið mun af- slappaðra og frjálslegra. Hulda fékk að gera hluti sem Edda má alls ekki minnast á, og það gerir hana bitra, vegna þess að hún getur engan veginn sett sig inn í eða skilið taugaveiklun móður sinnar. Edda hefur allt til alls, foreldrar henn- ar eru vel stæðir og geta veitt henni næstum hvað sem er. En það er ekki nóg, þau átta sig ekki á því að smávægi- Umsagnir um bxkur legir hlutir geta orðið að stórmáli í aug- um unglings, og að það sem Edda þarfn- ast er tilfinningalegt aðhald, skilningur og traust. En þó að þau sinni Eddu svona illa ofvernda þau hana líka og hún fær ekkert tækifæri til þess að taka þátt í vandamálum og sorgum heimilisins, nema í gegnum þögnina sem sýnir að það er ekki allt með felldu. Að sjálf- sögðu er Edda sár og leið yfir þessum sofandahætti og vonbrigðin brjótast út í vanmátta reiði. Henni finnst mamma klikk og pabbi grautfúll. Hún öfundar Grétu og Stínu sem eiga hressar og lif- andi mömmur sem eru alltaf til í að setjast niður og spjalla um næstum hvað sem er. Eddu líður illa, henni finnst vinkonur sínar hafa svikið sig, Palli sýnir henni engan áhuga og hún er haldin óljósum grunsemdum um að það sé ekki allt með felldu í sambandi við fundastúss pabba síns. Hana langar til þess að rekja raunir sínar fyrir einhverjum en hún fær sig ekki til þess, hún er hrædd um að brotna niður og gera sig að fífli. Þunglyndi og einvera Eddu varir þó ekki lengi, það gerast ýmsir atburðir sem verða til þess að hún fer að líta fjölskyldu sína og vini öðrum augum. Hún kemst að því að það eiga sér flestir einhver leyndarmál, eitthvað sem ekki má kjafta frá, og í samanburði við þau verða vandamál hennar ósköp smávægi- leg. Hún kemst að leyndarmálinu um Huldu systur og um leið fer hún að skilja móður sína. Hún áttar sig á því að pabbi hennar og mamma eru ekki bara pabbi og mamma heldur einstaklingar með sínar væntingar og þrár. Um leið og Edda áttar sig á fólkinu í kringum sig þá fer hún líka að skilja sjálfa sig betur. Hún skilur galdurinn sem felst í því að deila vandanum með TMM IX 393
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.