Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 19
Snorri Hjartarson hans þegar á unglingsaldri og verð - vonandi - aldrei samur maður eftir. Þessi dýrkun tók á sig margvíslegar myndir. Maður strekkti á fjöll, ævinlega einn ef því varð við komið, með kvæði Snorra í farteskinu, eða bara í huganum og á vörunum, því flest kunni maður utan að. Og stundum var maður svo lánsamur að sjá skáldinu sjálfu bregða fyrir í Skólavörðuholtinu á leið úr Bæjarbókasafninu heim á Eiríksgötu, háum, grönnum, hæglátum og feimnislegum manni sem fetaði sig áfram á malbikinu. I svip og fasi minnti hann á skógarguð sem hefði villst í mannheima en varðveitt í göngulaginu eitthvað af hreyfingum hjarðpípuleikarans. Fyrsta bók Snorra Hjartarsonar, Kvœdi, hefur verið kölluð vöggu- gjöf lýðveldisins, vegna útkomuársins 1944 og fallegra ættjarðarljóða sem þar er að finna. Að vísu hafa verið leidd gild rök að því að ýmis þeirra ljóða sem skilin hafa verið sem táknræn lýsing eða líking þjóðlífsins í þúsund ár séu í raun mjög persónulegt uppgjör skáldsins sjálfs við fortíð sína og nútíð og heimkomuna til Islands. En hvað sem því líður er óumdeild sú mikla og heita ættjarðarást sem er uppistaða þessara kvæða og eru hvert öðru fegurri smíðisgripir. Þegar í þessari bók er Snorri orðinn fullþroskað skáld sem liggur yfir ljóðunum, sverfur þau og fágar þangað til ekki verður betur gert. Enda þótt grunntónn þessarar bókar geti talist innhverfur er niðurstaðan, sú stefnuyfirlýsing sem felst í hinu magnaða lokakvæði bókarinnar, Það kallar þrá, samsömun með og barátta í þágu hins stríðandi mannlífs: Dvel eilífð fjallsins háður við aflinn smiður, málmur, loginn rauður, og slá í órofsönn ef ekki sverð, þá gullin stef á skjöldu! Næsta bók, Á Gnitaheiði, sem kom út 8 árum seinna, er í samræmi við þetta að hluta helguð viðfangsefnum líðandi stundar. I hinu fagra upphafskvæði hennar, Dans, er lífsgleði og mannlegri samkennd sungið lof. Fram til þessa hafði ekki verið mannmargt í ljóðum Snorra, í samvistum skáldsins og náttúrunnar, hér er iðandi fjölbreytt líf í samtíð og fortíð. Náttúrukvæðin eru enn sem fyrr ríkjandi í bókinni, en í hana er kominn nýr undirtónn uggs og kvíða. Eitthvað ískyggilegt er í aðsigi, háski steðjar að hinu unga, íslenska lýðveldi. 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.