Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 26
Tímarit Máls og menningar þessarar aldar heyrði til undantekninga ef alvarlegir höfundar leyfðu sér slíka sérvisku. Islenskir nútímahöfundar þráast við, af kannski tilfinninga- og hag- kvæmnisástæðum, en fyrst og fremst er það lífsnauðsyn þjóðmenningunni að bókmenntir okkar séu skrifaðar á þjóðtungunni. Það er því ekki mikið frekar höfuðverkur rithöfundanna en allra annarra íslendinga að þeim sé gert kleift að skrifa verk sín á móðurmálinu. Og það er hægt að gera það kleift á ýmsan hátt; brjóta skörð í múrinn. Að velja til dæmis fjórar til fimm nýjar bækur á hverju ári og láta þýða þær á einhverja heimstung- una myndi kosta ca. eina milljón króna. Það er dýrt fyrir einstaka höfunda að standa í slíku, en væri það greitt sameiginlega af íslendingum myndi það kosta fjórar krónur á mann. Reynslan hefur sýnt okkur, þá sjaldan íslenskar bækur hafa verið þýddar, að það hefur gengið vonum framar að fá þær útgefnar erlendis. Og ég leyfi mér að fullyrða að á liðnum áratugum hafi verið skrifuð skáldverk á íslensku sem hefðu haft alla burði til að ná viðurkenningu og vinsældum, ef þau hefðu verið skrifuð á tungu sem er lýðum heimsins skiljan- legri en okkar ástkæra ylhýra. Tvö dæmi sem erfitt er að andmæla: Tómas Jónsson metsölubók frá sjöunda áratugnum, og Grámosinn glóir frá síðasta ári. Þannig væri stuðningur við þessa bókmenntakynningu meira að segja arð- vænleg fjárfesting, svo vísað sé til þess eina sem margir skilja. I ljósi alls þessa hefur áhugaleysi og skilningsskortur ráðandi aðila í þessum efnum valdið flestum höfundum furðu og sárindum. Jafnvel eitt og annað smálegt, einsog að kaupa þýðingu á bútum og sýnishornum, kostar iðulega erfiðleika og leiðindi. Þá er ég að tala um smotterí og smápeninga; en líka mætti gæla við þá hugmynd að þessi menningarþjóð gerðist örlítið stórhuga og færi að veita þeim útlendu mönnum stuðning og ræktarsemi sem sýnt hafa áhuga og metnað til að þýða og kynna veröldinni bókmenntir okkar. Vil ég nú víkja nokkuð skrifum mínum að þessum ágætu mönnum, sérstaklega þarsem þau orð mín fyrst og fremst í áðurnefndri tímaritsgrein að íslenskir höfundar bæru þrátt fyrir allt til þeirra hlýjan hug, urðu þeim Astráði og Gunnari tilefni til andmæla. Þeir útlendingar sem hingað koma og læra íslensku eru að sjálfsögðu mjög misjafnlega hæfir til að þýða bókmenntir. Hinsvegar má benda á þá staðreynd (sem er í sjálfu sér merkileg í þessu sambandi) að það er aðallega vegna bókmenntanna sem útlendir menntamenn hafa eitthvað hingað til lands að sækja. Þeir fara héðan oft eftir nokkurra ára dvöl fullir metnaðar fyrir hönd íslenskrar menningar og áhuga á að kynna bókmenntir okkar; og sumir hverjir ágætlega til þess hæfir. Þeirra vandamál og okkar skömm er hinsvegar að héðan fá þeir yfirleitt engan stuðning. Það er látið sem þeir séu ekki til. Eg kannast við, persónulega eða af afspurn, nokkra slíka menn, á Norðurlöndum, í Bretlandi, Frakklandi og víðar. Dæmi um slíkan mann sem ég þekki er bókmenntafræðing- ur sem var hér við háskólann í nokkur ár. Hann hefur getið sér gott orð sem þýðandi og stílisti á sína tungu. Þegar hann fór héðan lét hann þau boð berast að hann væri fullur áhuga á að þýða íslenskar bókmenntir og kynna í sínu 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.